þriðjudagur, 7. júlí 2009

Icesave moldviðrið

Moldviðrið, maður ætti eiginlega að segja gjörningaveðrið kringum ICESAVE heldur áfram.

Stjórnin vill meina að öll kurl séu komin til grafar og sá samningur sem nú liggur fyrir við Hollendinga og Breta sé sá skásti sem hægt sé að ná með samningavirðræðum.
Gagnrýni um að samninganefnd Íslands hafi ekki búið að mikilli sérþekkingu á samningaviðræðum er illa tekið og talin móðgandi fyrir Svavar Gestsson sendiherra sem var formaður samninganefndar þeirrar sem Steingrímur setti saman og bað að ljúka samningum fljótt og vel. Hugmyndir um að hafna samningum og taka aftur upp samninga sem tryggi Íslendingum greiðsluhámark sem þeir þurfi að standa undir á hverju ári vekur ekki hrifningu meðal þeirra sem kjósa að standa við að samninganefn okkar við hinn fyrri samning hafi í raun landað "frábærum samningi" þegar allt er tekið með í reikninginn.
Dómstólaleiðin er einnig gagnrýnd, því að viðsemjundar okkar hafi ekki áhuga á að leggja málið í dóm. Auk þess gætum við tapað málinu og fengið vondan skell. Sá skellur yfir þó aldrei verri en svo að leiða í ljós að við værum gjaldþrota og gætum ekki borgað vegna yfirstandandi þjóðargjaldþrots.
Að þessu sögðu er vandséð að okkar bíði eitthvað verra en hinn nýi Icesavesamningur ef við höfnuðum honum á þessu stigi málsins. Málið fer einfaldlega aftur á reit eitt. Við byrjum aftur að semja. Ekkert liggur á. Jú, AGS vill að þessi samningur verði leiddur til lykja. Þá íhlutun í íslensk samningamál er ekki sjálfsagt að samþykkja, jafnvel þótt AGS eigi í hlut. En þá kemur annar þrýstingur: Til að EBS-umsókn njóti velvildar þyrftum við að vera búin að leiða til lykta Icesave-deiluna. En er það nauðsynlegt. Er ekki nóg að vera í samningaferli sem miðar að því að finna málamiðlun og lausn.
Það er engum í hag að gera Íslendinga gjaldþrota. Það er ekki Icesave í hag að krefjast greiðslna sem við getum ekki garanterað að við getum staðið undir þeim. Best er að semja up hófsama g skynsamlega lausn.
Gerum það: með samninganefndum, lögfræðiályktunum, skírskotunum til dómstóla og skírskotunum til greiðsluþaks til að treysta greiðsluþol.
Þetta mál á ekki að vera prófsteinn á leið okkar til að nálgast ESB að öðru leyti en því að við viljum komast að sanngjarni og ábyrgri niðurstöðu. Eftir nokkrar vikur.

Setjum saman samninganefnd sem samanstendur af sérfræðingum um samninga sem þessa. Menn sem þekkja allar hliðar á þessum málum, lagalegar, framkvæmdarlega og vita að eftirlit með þessum reikningum brást ekki aðeins frá Íslands hálfu heldur einnig í Hollandi og Bretlandi. Við Íslendingar berum vissulega ábyrð, en ekki alla ábyrgðina. Við erum reiðubúin að greiða það sem við getum með eignum bankanna sem eðlilegast er að mótaðilar taki í sínar hendur og við erum einnig reiðubúin að miðla upp upplýsingum til Serious Fraud Office í Englandi um hvar Isave-krimmarnir halda sig, hvar þeir búa og hafa bækistöðvar, svo að Serious Fraud Office gæti nálgast eignir þeirra og notað til að greiða hinar horfnu innistæður.
Leiðum þetta mál til lykta í samningnum og verum svo reiðubúin að greiða þjóðaratkvæði um niðurstöðuna þegar hún liggur fyrir.
Ruglið um að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sé fallin ef gallaður Icesavesamningur nær ekki fram að ganga á sér enga stoð í veruleikanum. Það að eitt stjórnarfrumvarp stjórnarinnar nái ekki fram að ganga nema með breytingum, hefur ekkert með líf stjórnarinnar að gera.
Þeir þingmenn sem vilja fá stjórnina frá ef Icesave verður fellt, verða að sætta sig við að málinu er aftur vísað til hennar og vilji þeir leggja fram vandtrauststillögu gegn stjórninni mun Borgarhreyfingin verja stjórnina falli. Það eru engir nema sjálfstæðisþingmenn sem dreymir um að hrekja stjórnina frá og það getur orðið torsótt iðja fyrir fyrir sjálfstæðismenn sem eiga skuldlaust heiðurinn af því klúðri sem málin snúast nú um að bjarga og koma til betri vegar. En það hefur vakið verðskuldaða athygli í umræðum um málið að ábyrgðar og sektar tilfinning Sjálfstæðismanna gagnvart þróun vandamálsins virðist þeim vera gleymd með öllu. Það breytir þó ekki öllu því að minnisbetri menn sitja í öðrum flokkum.
Nú er næst að hafa þessum Icesavesamningi og hefja þegar aðra samningalotu og má hugsa sér að leita til dómstóla með ákveðin atriði til að fá úr því skorið hvort mistök allra málsaðila hafi ekki skaðað þá alla.
Það liggur á að leysa þessa deilu. En það liggur ekki á að hraða henni svo mjög að lagarök, sögulegt rök nái ekki í gegn og eftir sitji samningur upp á gífurlega óvissu fyrir Íslendina næstu 15 ár. Við viljum samning sem tryggt er að sé ekki ofviða gjaldþoli Ísland - og slíkan samning ætlum við að fá, enda er skynsamlegra fyrir samningsaðila okkar að fá það sem við getum borgað eða alls ekki neitt eða í versta falli greiðslur sem sprengja okkur og verða okkur ofvitað á leiðinni.
Í prinsípunni á samningurinn að ganga út á að Bretar geti fengið innistæður Landsbankans í Bretlandi - og svo með lögreglurannsókn að einkaeigum þeirra glæpamanna sem settu þessa fjárglæfra af stað. Með fullkominni fyrirlitningu á stöðu Íslands í málinu og þann einlæga brotavilja að komast ekki undir hollenska og breska lögsögn sér til aðhalds og bjargar.
Þetta er ekki skemmtilegt mál, en það er hægt að lenda því svo að allir geti við lifað á eftir.


10 ummæli:

Unknown sagði...

Þráinn er þetta virkilega skrifað af þér, heiðurslistamanni þjóðarinnar?
Það er til stafsetningarforrit sem virkar í Word og svo er bara að copy and paste :)
með borgarakveðju

Guðrún Helga Ástríðardóttir sagði...

Þráinn ég vildi bara koma og lýsa sérstaklega yfir stuðningi hérna.

Mér finnst þetta ógeðslegt sem er búið að ganga gegn þér. Þú stóðst alveg við stefnu hreyfingarinnar og lést aðra þingmenn heyra það fyrir að fara gegn henni. Enda ætluðu menn að breyta þessu.

Kv. Jóhann Gunnar

Unknown sagði...

Ég biðst hér innilegrar afsökunar á því að hafa ekki gefið út formlega stuðningsyfirlýsingu við þig. Það átti ég að gera þar sem þú ert eini þingmaður okkar sem staðið hefur við okkar stefnu. Sum okkar hafa reynt að berjast (vonlausri baráttu) innan stjórnarinnar til að geta stutt þig opinberlega. Héðan í frá er það opinbert. Þú hefur allan minn stuðning.
Með vinsemd og virðingu,
Ingifríður R. Skúladóttir

Unknown sagði...

Heyr heyr.

Einar sagði...

Mér líkar þessi afstaða þín.

Hljómar sem rödd skynseminnar.

Kv.

Böðvar Björgvinsson sagði...

Þráinn. Ég er ekki sammála þér að öllu leyti, en mér finnst það verulega virðingarvert af þér að taka ekki þátt í skrípaleik annarra stjórnarandstæðinga, sem virðast ekki vita hvað snýr upp eða niður á þeim sjálfum. Ég hef verið að bíða eftir innslagi frá þér (fer yfirleitt aldrei á bloggsíðurnar) á Alþingi og varð virkilega hrifinn af greinargerð þinni fyrir atkvæði þínu.

Ég finn þig ekki á Facebook, þannig að ég get ekki sett mig á aðdáendalista hjá þér. :-(

Unknown sagði...

Takk fyrir það Þráinn að sýna heiðarleika og vera ærlegur í starfi þínu sem þingmaður. Ég get trúað að þetta sé erfitt en þú hefur sýnt það og sannað að þú áttir erindi á þing og lést ekki síkópatana valta yfir þig. Takk fyrir að sýna manndóm í Icesave málinu.

Unknown sagði...

Sæll Þráinn og gleðilegt ár.

Til hamingju með þinn stuðning við lyktir icesavemálsins. Þú ert einn af fáum sem þorir næstu því að segja: "og svo borgum við þetta ekki" enda nauðasamningar ekki marktækir. Vonandi staðfestir skólabróðir þinn gerninginn þannig að hjólin geti farið að snúast.
kveðja Friðrik G Friðriksson fararstjóri

Unknown sagði...

ég nennti ekki að lesa hvað þú varst að skrifa en vildi bara þakka þér fyrir að kalla mig og meirihluta þjóðarinnar fábjána

Unknown sagði...

Spurning Hvort þú þráinn þarft að líta í eigin barm og leita aðstoðar geðlæknis