föstudagur, 30. maí 2008

HOLLVINAFÉLAG EINKABANKANNA

Jæja, þá er Alþingi búið að sameina alla íslensku þjóðina í HOLLVINAFÉLAG EINKABANKANNA með því að samþykkja að kaupa 500 milljarða líftryggingu handa þeim sem viðskiptavinirnir borga.

Ég er nú ekki tiltakanlega félagslyndur maður og finnst orðið nóg um, því að fyrir var ég í HOLLVINAFÉLAGI BÆNDA, HOLLVINAFÉLAGI ÚTGERÐARMANNA og HOLLVINAFÉLAGI ALDRAÐRA RÁÐHERRA OG ALÞINGISMANNA.
Einhvern veginn hafði ég ímyndað mér að félagshyggja gæti verið öðruvísi.

fimmtudagur, 29. maí 2008

Maðksmogin stjórnsýsla“Forsætisráðherra ætti að hreinsa þann blett sem hefur fallið á íslenska stjórnsýslu og réttarfar, og biðjast afsökunar á hlerunum stjórnvalda á öldinni sem leið. Þetta er álit Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna...” Þessa frétt getur að líta á ruv.is.

 

“Dómstólar veittu heimild til að hlera síma á 32 heimilum á árunum 1949-1968, í flestum tilvikum að beiðni Bjarna Benediktssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Kjartan Ólafsson, einn þeirra sem hlerað var hjá, hefur lagt til að stjórnvöld biðjist afsökunar á hlerununum, en Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra - og sonur Bjarna Benediktssonar, vísar því á bug.”

 

“Fram kom í máli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, á Alþingi í kvöld að óþekkt væri að beðist væri afsökunar á úrskurðum dómara og það væri dæmalaus óvirðing við þá dómara sem hlut áttu að máli að láta líta svo út sem þeir hefðu verið viljalaus verkfæri dómsmálaráðherra hvers tíma.”

 

Að hlera síma alþingismanns er stjórnarskrárbrot og að hlera síma almennra borgara án sannfærandi rökstuðnings er lögbrot.

Dómarar áttu á þessum tíma og eiga enn embætti sín undir geðþótta stjórnmálamanna, rétt eins og þeir dómarar í Sovétríkjunum sem kváðu upp þá dóma sem stjórnvöld og Stalín vildu heyra. Það hefur gerst í fleiri löndum en á Íslandi að manneskjur, jafnvel dómarar, láti undan þrýstingi.

Þetta veit Björn Bjarnason jafnvel og allir aðrir og hann veit líka að ábyrgð stjórnmálamannanna er mest. Engu að síður skýtur hann dómurum eins og skildi framfyrir stjórnmálamennina.

Það er maðkur í íslenska eplinu. Þetta er maðksmogin stjórnsýsla. 

Danir buðu okkur maðkað mjöl. Sjálfstæðisflokkurinn þröngvar upp á okkur maðkaðri stjórnsýslu.þriðjudagur, 27. maí 2008

Vanhæft epli!


Varðandi hleranamálið og eplið sem fellur ekki langt frá eikinni hlýtur sú spurning að vakna hvort eplið sé ekki vanhæft til að fjalla um hleranamálið vegna náins skyldleika við eikina?


Til að forðast gáfulegar ábendingar um að epli vaxi ekki á eikum skal það tekið fram að í orðatiltækinu "eplið fellur sjaldan langt frá eikinni" merkir "eik" að sjálfsögðu "eplatré".

Svona er nú íslensk tunga óvísindaleg stundum. Skyldi siðferðisvitundin samt vera í lagi?


Eplið biðst ekki afsökunar á eikinni"Non, je ne regrette rien" (Nei, ég iðrast einskis) þennan frægasta afneitunarsöng heimsins söng Edith Piaf á sínum tíma og nú tekur Bíbí okkar hressilega undir viðlagið:

B B dómsmálaráðherra telur ekki að íslenska ríkið þurfi að biðjast afsökunar vegna símahlerana á árabilinu 1949–1968. Hann er þeirrar skoðunar að telji einstaklingar, að ríkið hafi á sér brotið, skuli þeir höfða mál gegn ríkinu (en Flokkurinn hefur skipað alla dómara í Hæstarétt svo lengi sem elstu menn muna).

Kjartan Ólafsson, fyrrvrerandi ritstjóri og alþingismaður, skrifar í miðopnugrein í Morgunblaðinu í morgun að stjórnarskárvarinn réttur til friðhelgi einkalífs hafi verið brotinn á grófasta hátt þegar símar á samtals 32 heimilum hér á landi voru hleraðir vegna óska frá stjórnvöldum, í samtals sex hlerunarlotum á umræddu árabili.

Fer Kjartan þess meðal annars á leit í grein sinni að núverandi dómsmálaráðherra biðji alla þá sem brotið var á með þessum hætti afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Og svar hins núverandi dómsmálaráðherra við því að biðjast afsökunar á glæpastarfsemi fyrirrennara sín í embætti dómsmálaráðherra er einfaldlega NEI.

Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.

Ætli öll ríkisstjórnin sé af sama meiði?

 

 

Nokkur óhjákvæmileg bannorð til að koma í veg fyrir "hneyksli og "einelti"


“Einelti” og “hneyksli” voru orðin sem forsætisráðherra notaði í þættinum “Ísland í dag” um það nýmæli sem Stöð 2 hefur tekið upp í fréttamennsku á Íslandi, sem sé að minna stjórnmálamenn og flokka á kosningaloforð þeirra eins og að afnema EFTIRLAUNAÓSÓMANN og spyrja um efndir. (Þátturinn "Ísland í dag" verður héðan í frá að sjálfsögðu sendur út undir nafninu "Ísland 1984").

Ef þessu “hneyksli” fer ekki að ljúka og “eineltið” heldur áfram má gera ráð fyrir því að lög verði sett sem banni fjölmiðlum og almenningi að taka sér í munn orð eins og EFTIRLAUNAÓSÓMI, KOSNINGALOFORÐ, HVENÆR, AF HVERJU og ekki verði leyft að fjalla um stjórnmálamenn yfirleitt og Ingibjörgu Sólrúnu sérstaklega nema í jákvæðu samhengi. Einnig verður bannað að taka sér í munn orðin SEÐLABANKI, ÓHÆFUR og 500 MILLJARÐA NEYÐARLÁN TIL AÐ BJARGA RASSGATINU Á BÖNKUNUM OG DAVÍÐ ODDSSYNI.

Áfram verður þó heimilt að strá blómum fyrir fætur formanns Samfylkingarinnar og skrifa lofgreinar í Blaðið um formann Flokksins. Sömuleiðis verða drottningarviðtöl leyfð við þessa aðila.

Að öðru leyti verður tjáningarfrelsi ekki skert – að sinni.

P.S. Í athugun er einnig að banna að minnast á Árna Mathiesen, Grímseyjarferju, Keflavíkurflugvöll, Steina litla Davíðs, hvalveiðar og Vestfjarðaviðundrið Einar sjávarlandbúnaðarráðherra.

sunnudagur, 25. maí 2008

Til BBs og annarra áhugamanna um rafvætt ofbeldi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar enn um raflost-byssuna taser á bloggi sínu í dag, og nefnir til tvo neikvæða menn, Jónas Kristjánsson og Þráin Bertelsson, sem andstæðinga þess að venjulegir lögreglumenn fái þetta þarfaþing sem drepið hefur fleiri hundruð manns - sem annars væru á lífi í dag - til þess að draga úr hættum á starfsvettvangi sínu.

“Taser” stendur fyrir: "Thomas A. Swift Electric Rifle", Thomas A. Swift er uppdiktuð unghetja úr vísindaskáldsögum um Tom Swift eftir ýmsa höfunda.

Svo að skoðun mín megi vera sem skýrust á þessu fyrirbæri þá tel ég af og frá að vopna hina venjulegu eftirlitslögreglu með þessu vopni. Ef kylfur og liðsauki duga ekki við almennt eftirlit er heimilt að vopna lögregluna með alvöruskotvopnum, svo sem Glock-skammbyssum sem eru ljómandi góð áhöld.

Ef lögreglunni verður heimilað að bæta taser í hið almenna vopnabúr sitt mun koma að því fyrr en síðar að umdeilt verður hvort notkun í einstöku tilfelli hafi verið réttlætanleg, ekki síst ef sá sem fyrir handtökunni og raflostinu verður lifir handtökuna ekki af.

Hvert nýtt vopn sem bætist í vopnabúr hinnar almennu lögreglu leiðir til þess – þótt það sé ekki sanngjarnt – að aðilar sem telja sig vera á öndverðum meiði við löggæsluna munu líka bæta við vopnabúr sín. Taser-raflostbyssur er hægt að kaupa eftirlitslaust víða um lönd, og ef lögreglan segir að þessi tæki séu hættulaus er erfitt að rökstyðja að almenningur megi ekki eiga og bera þetta meinlausa áhald sér til skemmtunar.

Varðandi alþjóðavæðingu íslenskrar glæpastarfsemi skiptir taser engu máli. Engum dettur í hug að senda lögregluna óvopnaða gegn þungvopnuðum glæpalýð. Til þess að taka á slíkum glæpaklíkum höfum við sérsveitina sem við getum kallað á vettvang og hún er sem betur fer betur útbúin en svo að hún þurfi á taser að halda til að geta sinnt skyldustörfum sínum.

Andstaða mín gegn taser byggist á að ég til heimskulegt að bæta umdeildum vopnum í vopnabúr hinnar almennu lögreglu. Taser er vopn og meinlaust vopn er rökleysa. Það er sjálfsagt að lögreglan grípi til þeirra vopna sem duga til að kveðja niður glæpastarfsemi á landinu, en aukinn vopnaburður lögreglu á Íslandi mundi eins og alls staðar annars staðar leiða til aukins vopnaburðar meðal þeirra sem telja sig eiga í útistöðum við lögregluna.

Eftir því sem ég þekki til meðal íslensku lögreglunnar hefur hún á að skipa fjölmörgum skynsömum og mannúðlegum starfskröftum. Að mínu áliti er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gróflega undirmönnuð og að hluta til skrifast það á reikning hins mislukkaða embættis Ríkislögreglustjóra sem hefur blásið út engum til gagns frekar en púkinn á fjósbitanum forðum. Hvaða öflum sá aðili þjónaði á sínum tíma kom ekki löggæslu við heldur átökum milli grundvallargildanna ills og góðs, eins og á okkar tímum.

Íslenskum löggæslumönnum sendi ég kveðju Guðs og mín og bendi á að hlutverk lögreglunnar er að draga úr ofbeldi en ekki að auka það.

laugardagur, 24. maí 2008

Enn er jarmað um taserinn„Aukin harka einkennir heim afbrota hér á landi. Jafnframt er ljóst að starf lögreglu er nú mun hættulegra en áður var," segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri um stöðu þessara mála hér á landi í Fréttablaðinu.

Predikun aðstoðarríkislögreglustjóra virðist vera að hræða fólk með því að erlendar glæpamafíur séu að koma sér upp aðstöðu hér á landi og sendifulltrúum, eins og er siður allra kapítalískra samfélaga sem trúa á alþjóðavæðingu og markaðssókn. 

Lögregla víða um heim hefur komist að þeirri niðurstöðu að taser (þótt þetta sé sniðugt áhald) dugir ekki til að fækka alþjóðlegum glæpasamtökum.

Verið óhrædd


Verið óhrædd þrátt fyrir alla ógnina sem sögð er stafa af útlendingum sem dvelja hér á landi.


5 ára gömul sonardóttir mín eyðir 7 til 8 tímum í fjölmenningarlegu samfélagi 5 daga í viku. Hún er nemandi í leikskólanum Njálsborg.

Kennarar hennar eru af 5 mismunandi þjóðernum og nemendurnir eru af 21 þjóðerni.

Skólastarfið gengur einstaklega vel fyrir sig. Kennararnir eru góðir og þolinmóðir við börnin, og börnin mæta glöð og full tilhlökkunar á hverjum degi.

Þegar sonardóttir mín lýkur námi sínu á Njálsborg og heldur á vit næsta verkefnis sem veröldin ætlar henni mun hún ekki vera hrædd við útlendinga. Reynsla hennar af þeim er í stuttu máli sú að þeir séu alveg eins og Íslendingar sem eru stundum geðvondir á morgnana og vilja ekki borða grautinn sinn, en það kemur sjaldan fyrir.

Ef enginn stríðir neinum þá eru dagarnir skemmtilegir á Njálsborg, enda eru allir sem þar starfa og læra ósköp venjulegir Reykvíkingar á því herrans árið 2008.

P.S. Blóðið í öllum er rautt og við þurfum öll plástur þegar við meiðum okkur.

föstudagur, 23. maí 2008

Pappírsbrúðkaup hjá Ingu og Geira


Ár er nú liðið síðan Geir Haarde fór heim með sætustu stelpunni sem hann fann á stjórnarmyndunarballinu og halda þau nú upp á pappírsbrúðkaup Flokksins og Samfylkingarinnar.


Þetta er rólegt hjónaband. Bæði hjónin hafa lag á því að fara út að skemmta sér sitt í hvoru lagi.
Ingibjörg Sólrún til að finna nýjar lausnir á deilum fyrir botni Miðjarðarhafs, agítera fyrir Íslandi í Öryggisráð Sameinuðu þjóða og útskýra fyrir útlendingum þörf Íslendinga til að drepa hvali til að svala blóðþorsta sínum. Auk þess stýrir hún vinnuhópi sem á að hanna virka ímynd Íslands í augum útlendinga.

Geir hefur aðallega gert sem allra minnst, minnugur þess að sá sem ekkert gerir gerir ekkert vitlaust. Til að spara tíma til að geta einbeitt sér að því að gera sem allra minnst hefur hann þó leigt sér einkaþotur. Einnig hefur hann hitt forystumenn Evrópusambandsins einn af öðrum til að útskýra fyrir þeim augliti til auglitis að hann vilji alls ekki ræða um Evrópusambandsaðild Íslands.

Ekki hefur gefist tími til að afnema eftirlaunaósómann, en tekist hefur að finna ýmiss ljón í veginum fyrir því að það verði nokkurn tímann hægt. Af varkárni sinni telja Geir og Inga að stjórnarskráin banni þeim að taka það aftur frá fólki sem það á sínum tíma misnotaði aðstöðu sína til að stela úr ríkissjóði.

Bæði eru þau hjónin mjög trúuð og leiða fram líf sitt í þeirri björtu sannfæringu að allt muni batna einhvern tímann og það af sjálfu sér, ef Lúðvík Bergvinsson verður til friðs og Árni Mathieson stillir sig um að gera fleiri stórskandala og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann haldi sig við lundaveiðar í sumar.  Gamall ættingi Geirs úr Flokknum, BÍBÍ dómsmálaráðherra hefur fengið að búa inni á ungu hjónunum í heilt ár með einkennisbúningasafn sitt og pöntunarlista yfir hergögn. Standa vonir til þess að hægt verði að koma honum í daggæslu einhvern tímann á næstunni í einhverri af þeim dagvistunarstofnunum sem utanríkisráðuneytið rekur í mörgum þjóðlöndum.

"Þú ert bara asni, Lúðvík"

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar Lúðvík Bergvinsson vill báknið burt og stingur upp á að leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra og efla þess í stað hin ýmsu lögregluembætti á landinu.

BB dómsmálaráðherra er ekki hrifinn af þessu fikti í bákninu sem hann byggði og segir: 

„Mér finnst afstaða hans illa ígrunduð og frekar einkennast af fordómum en rökum og hið sama á almennt við um afstöðu hans til lögreglumála.“ 

Afstaða BÍBÍs hlýtur að byggjast á rökum, þótt þau komi hvergi fram; meðan afstaða Lúðvíks er illa ígrunduð og einkennist frekar af fordómum en rökum.

Snilldarsvar hjá hinum djúpvitra dómsmálaráðherra og hljóðar svo á mannamáli: "Þú ert bara asni Lúðvík."

Hugsanleg málamiðlun í þessu máli gæti verið sú að embætti Ríkislögreglustjóra yrði lagt niður en hann fengi að halda búningnum.

Að draga vitlausan lærdóm af augljósum hlut

Síðan það var dregið fram í dagsljósið að Breiðavík var hryllingsstaður, rekinn af vondu og óhæfu fólki hefur uppeldisheimilum fyrir börn og unglinga fækkað dag frá degi.


Ef svo fer sem horfir mun rekstur allra slíka heimila á landinu leggjast af, og þá sitja barnaverndarstarfsmenn uppi með fáa valkosti um vistun skjólstæðinga sem svo sannarlega þurfa á því að halda að einhver geti gert þeim lífið bærilegt um stund, að minnsta kosti.

Lærdómurinn sem á að draga af Breiðavík er að það þurfi að vanda til vals á því fólki sem starfar á slíkum heimilum, og að slík heimili eiga að vera fyrir börn og unglinga sem ekki hafa í önnur hús að venda vegna heimilisaðstæðna.

Það er órökrétt og vitlaus ákvörðun að leggja af rekstur "barna- og unglingaheimila" vegna Breiðavíkurmálsins. Rétta ákvörðunin hefði verið að rannsaka þau mistök og glæpi sem þar áttu sér stað, og nýta reynsluna til að hefja slíka starfsemi á hærra plan.

Dómsmálaráðuneyti verndar Geira í Goldfinger!


“Dómsmálaráðuneytið telur ósannað að fullyrðingar lögreglustjóra LRH þess efnis, að nektardansmeyjar séu oftast þolendur misneytingar, mansals og glæpa, eigi við um starfsemi Goldfinger. Hefur ráðuneytið því fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi um að synja Baltik ehf. um heimild í rekstrarleyfi til þess að fram fari nektardans í atvinnuskyni á Goldfinger.”

Þetta stendur á mbl.is í dag og auk þess er haft eftir Brynjari Níelssyni hæstaréttarlögmanni og talsmanni Geira í Goldfinger “að ekki hafi verið ætlun löggjafans að leggja í hendur einstakra umsagnaraðila að meta hvort nektardans sé „góður eða vondur“ eða hvar mannúðin eða almannahagsmunir liggi í málum sem þessum.

Hvað er það þá sem sem löggan á að meta? Hún ætti að þekkja mun á góðu og illu frá starfi sínu nætur og daga. Ef umsögn lögreglu verður ógild við að vera gildishlaðin þá er dómsmálaráðuneytið að vaða reyk í baráttu sinni fyrir því að súlustaðir njóti sömu velvildar og safnaðarheimili.

Ef dómsmálaráðuneyti Íslands heldur því fram enn þann dag í dag að nektardansmeyjar séu ekki “oftast þolendur misneytingar, mansals og glæpa” ættu þeir sem þar starfa að taka sosum einn dag í að afla sér upplýsinga um þessi mál erlendis frá – áður en ráðuneytið úrskurðar að Geiri í Goldfinger sé undantekningin sem sannar regluna. Það kemur sér örugglega vel fyrir Geira að eiga hauk í horni þar sem BÍBÍ í dómsmálaráðuneytinu er. 

Húrra fyrir lögreglustjóra LRH og starfsmönnum hans! Það getur verið að BÍBÍ og dómsmálaráðuneytið vilji vernda Geira en LRH vill vernda stúlkurnar og okkur fyrir aðfluttri skipulagðri glæpastarfsemi.

fimmtudagur, 22. maí 2008

Varnarmálastofnun gegn raunverulegum óvinum?


Tuttugu börn misstu mæður sínar af völdum eiturlyfja á síðasta ári, samkvæmt fréttum í Fréttablaðinu sem vitna í Barnavernd Reykjavíkur.

Á síðasta ári var 228 börnum komið í fóstur, 118 í varanlegt en 110 í tímabundið fóstur. Forsjársviftingu er þó einungis beitt í algjörum neyðartilvikum.

Ég hef engar tölur séð um hversu mörg börn misstu feður sína af völdum eiturlyfja á þessum tíma. 

Ef mæður hefðu dáið frá tuttugu börnum af völdum fuglaflensu hefði þjóðfélagið án efa brugðist við af öllum kröftum og gripið til varnaraðgerða.

Varnir gegn “terrorisma” verið stórefldar á undanförnum árum þótt hryðjuverk hafi ekki verið framin á Íslandi síðan árið 1615 þegar Ari lögreglustjóri í Ögri og sérsveit hans drápu hóp af baskneskum skipbrotsmönnum á Vestfjörðum.

Sömuleiðis hefur verið sett á laggirnar Varnarmálastofnun sem kostar milljarða þótt ekki sé beinlínis líklegt að Norðmenn eða Danir reyni að leggja Ísland undir sig á nýjan leik.

Hvar eru varnirnar gegn hinum raunverulega “terror”, þeirri plágu sem drepur fleiri ungmenni og skilur eftir sig fleiri munaðarlaus börn en nokkur plága sem hefur herjað á mannkynið síðan á tímum Svartadauða? Væri ekki ráðlegra að berjast gegn raunverulegum "óvinum" en ímynduðum? 

miðvikudagur, 21. maí 2008

Furðulegt sakamál


 “Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Jónas Gunnarsson í fimm mánaða fangelsi fyrir tvö þjófnaðarbrot. Annars vegar gerðist hann sekur um að hafa stolið súpu að verðmælti 250 krónur í verslun 10-11 í Austurstræti 22. febrúar síðastliðinn, en hann neytti hennar inni í versluninni án þess að borga fyrir hana. Tveimur dögum síðar var hann aftur á ferð í verslun Hagkaupa í Kringlunni þar sem hann stal Chef Marina Conac að veðmæti 769 krónur. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsið árið 2005 og með brotum sínum rauf hann skilorð þess dóms.

            Þessa frétt las ég á dv.is.

            Ég þekki ekki téðan Jónas Gunnarsson en ég er reiðubúinn að veðja að þessi vesalings maður er sjúklingur fremur en glæpamaður. Fyrir sosum tvöhundruð árum hefði hann örugglega verið dæmdur til að hýðast 3x27 vandarhöggum – en 27 vandarhögg voru einhver magísk tala sem dómsmálayfirvöld til forna höfðu mikla trú á.

            Að dómstólar okkar árið 2008 skuli sóa tíma sínum í að dæma sjúklinga til fangelsisvistar er ofvaxið mínum skilningi. Ég hélt að það heyrði undir heilbrigðisráðuneytið að sjá sjúklingum fyrir aðhlynningu annars staðar en í fangelsum landsins.

            1.

            Ef ég hef á röngu að standa og Jónas Gunnarsson er forhertur glæpamaður og heill heilsu til líkama og sálar þá er hann örugglega lélegasti glæpamaður veraldar – að lenda í fimm mánaða fangelsi fyrir að stela súpu og súkkulaði að verðmæti 1019 krónur. Og þá væri þjóðþrifaverk að gera gamansama kvikmynd um svo fákænan glæpamann.

            2.

            Ef hann er hins vegar sjúklingur en ekki glæpamaður væri þjóðþrifaverk að gera alþjóðlega kvikmynd um land sem býr við dómskerfi sem fangelsar sjúklinga í stað þess að beina þeim þangað sem reynt er að líkna þeim.

            3.

            Ef vandamálið er fátækt en hvorki sjúkdómur né glæpahneigð hvar erum við þá á vegi stödd?

Tvö andlit íslenskra utanríkismála


Það er töluvert mikið í lagt hjá ekki stærra ríki en Íslandi að vera með tvær utanríkisstefnur í einu. Aðra í boði forseta Íslands og hina á vegum utanríkisráðuneytisins og í boði Flokksins.

            Persónulega líst mér heldur skár á utanríkisstefnu forsetans um samstarf smáríkja en mikilmennskudrauma utanríkisráðuneytisins og Flokksins um Öryggisráð, virka ímyndarhönnun og réttlætingu á hvaladrápi.

            Hins vegar er ég ekki sannfærður um ágæti þess að hafa tvær utanríkisstefnur og efast um að það sé fjárhagslega hagkvæmt að hafa tvær stofnanir í fullu starfi við að framfylgja þeim.

            Ef utanríkisráðherrann okkar tæki upp það nýmæli að hafa aðeins eina skoðun á hverju máli gæti vel farið svo að hægt væri að samræma stefnur utanríkisráðuneytisins og forsetaembættisins og fylgja færri stefnum eftir af tvöföldum krafti fyrir hálft verð.

Einnig mundi það gera útlendingum auðveldara að átta sig á Íslendingum ef við tækjum upp á því að segja oinberlega aðeins það sem við meinum og þjóðin vill.

þriðjudagur, 20. maí 2008

Vill gerast Ironmaster?

Sjávarútvegsráðherra: Hvalveiðiákvörðun skerpir ástir í stjórnarsamstarfinu

Í stað þess að láta sér duga hlutverk þorpsfíflsins í ríkisstjórninni virðist sjávarútvegsráðherra nú þyrsta í að taka að sér hlutverk “Ironmaster” í hinum einkennilega BSDM-leik Flokksins við Samfylkinguna.

mánudagur, 19. maí 2008

Ekki bara hvali heldur þjóðina líka...


Úr því að Samfylkingin er í friðunarhugleiðingum og vill forða 40 hrefnum frá grandi, væri þá ekki tilvalið í leiðinni að friða Íbúðalánasjóð og 300 þúsund Íslendinga fyrir bankagræðginni?

sunnudagur, 18. maí 2008

Greiningardeildir og Lottóið


"Enginn var með allar lottótölur réttar og verður fyrsti vinningur, sem var rúmar 13,6 milljónir króna, því fimmfaldur næst. Einn var með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær 226 þúsund krónur. Lottótölurnar voru 11, 15, 18, 26 og 27 og bónustalan var 3. Jókertölurnar voru 9 - 5 - 3 - 9 - 3."


Merkilegt að greiningardeildir bankanna skuli ekki spreyta sig í Lottóinu, svo talnaglöggar sem þær eru.

laugardagur, 17. maí 2008

Málefnaleg stjórnmálaumræða


Ég er svona heldur sammála Geiri forsætisráðherra um að það sé lítið varið í gagnrýni nema hún sé verulega góð - en þar tala ég náttúrlega sem rithöfundur en ekki sérfræðingur í efnahagsmálum og einn af leiðtogum þjóðarinnar.


Hvað gagnrýni í efnahagsmálum viðkemur er Geir miklu hortugri en ég gagnvart bókmenntafræðingum því að hann segir að "þeir sem gagnrýni aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum aðhyllist gamaldags hugsunarhátt."

Þetta er það hæsta sem alvarleg stjórnmálaumræða á Íslandi hefur náð að rísa á undanförnum mánuðum, og það langmálefnalegasta sem frá ríkisstjórninni hefur komið í langan tíma.


Kynlífssjálfboðaliða vantar á Listahátíð


Kynlífsgjörningur í uppnámi


Eitt af athyglisverðari atriðum Listahátíðar Reykjavíkur í ár er sambræðingur kynlífsráðgjafans Dr. Ruth og „ömmu gjörningalistarinnar“ Marinu Abramovic frá fyrrverandi Júgóslavíu. Gjörningur þeirra er hluti af Tilraunamaraþoni hátíðarinnar og fer fram á sunnudag í Listasafninu. Eitthvað hefur þeim gengið illa að ná saman um hvernig verkið eigi að vera og á föstudag var gjörningurinn í uppnámi og þær höfðu náð litlu sem engu samkomulagi.

Þetta stendur í Mogganum. Verst að Guðmundur í Byrginu skuli vera illa fjarri staddur góðu gamni, en áhugafólk um kynlíf ömmunnar dr. Ruth sem var á Bessastöðum í gær og Marínu Abramovic frá fyrrverandi Júgóslavíu lætur sig örugglega ekki vanta. 

Vonandi verða sjálfboðaliðar í hópnum svo að þessi merki viðburður falli ekki niður. Ekki er vitað hvort um listmaraþon er að ræða í kynlífisgjörningnum en betra er örugglega fyrir sjálfboðaliðana að vera í sæmilegri þjálfun.

Bjartsýni ríkjandi í lok hveitibrauðsdaga


Samhent stjórnvöld láta nú ermar lafa fram fyrir hendur. Hveitibrauðsdögum er lokið

DO vill losna við Íbúðasjóð en Jóhanna er staðráðinn í standa vörð um sjóðinn. Ingibjörg Sólrún vill jafna samkeppnisaðstæður á húsnæðismarkaði og nota íbúðalánasjóð sem snuð upp í grátandi bankadrengi.

Þorgerður Katrín vill þjóðaratkvæði um Efnahagsbandalagsviðræðu. BB vill ekki þjóðaratkvæði. Slíkt fyrirkomulag hefur reynst illa í Simbabe og sett leiðtoga landsins í nokkra klípu en Mugabe hefur ráðið Simbabve nokkurn veginn jafnlengi og Flokkurinn hefur ráðið Íslandi.

Lúðvík Bergvinsson vill láta leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra. BB vill taser-byssu handa hverjum lögreglumanna og stofna varalið. Steingrímur vill nærgæslu lögreglu en ekki sérsveitir og varaherlið.

Búið er að betla út aðgang að gjaldeyri í Seðlabönkum Norðurlanda okkur til bjargar þótt mörgum finnist að þessu norræna samstarfi þurfi að slíta sem fyrst. Árni Mathiesen gefur fyrirtækjum og hlutabréfaeigendum 60 milljarða undanþágu frá skatti.
Ingibjörg Sólrún telur það Davíð að kenna að við komumst ekki í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Valgerður Bjarnadóttir vill leggja niður EFTIRLAUNAÓSÓMANN en flestir aðrir vilja draga lappirnar í því máli og hafa áhyggjur af að stjórnarskráin heimili ekki Alþingi að afnema lög sem Alþingi setti.

Verðbólgan er um 12%. Og gengið sveiflast til eins og pilsfaldur peysufatakonu í fjörugum skottís.

Tími borgarstjórnar Reykjavíkur fer í að rífast um hvort Kobbi megi opna munninn um pólitík meðan hann starfar hjá borginni.

Að öðru leyti gengur allt vel hjá ríkisstjórninni og fjölmörg afbragðsgóð mál eru í pípunum.
Kínverjar eru öskuvondir út í Birgi Ármannsson fyrir að ætla til Tævan e stórhrifnir af Þorgerði Katínu sem ætlar að heiðra einræðisstjórnina með heimsókn á Olympíuleikana sem meirihluti Íslendinga vill að stjórnmálamenn sniðgangi.
Dylgjur ganga um að Ólafur F. sé klikkaður og Villi Þ. elliær, en lambhrútarnir og gimbrarnar úr Heimdalli við fulla andlega heilsu.
Magnús Hafsteinsson er búinn að afhjúpa Frjálslynda flokkinn sem höfuðvígi útlendingahaturs.

Að öðru leiti er allt í skínandi góðu lagi. Verst bara hvað Lárus Welding þarf að reka marga bankastarfsmenn fyrir mánaðamót svo að hann þurfi ekki að missa úr máltíð.

Allt eru þetta frekar lítil vandamál og ef menn gefa sér nógan tíma til að ræða þau er vel líklegt að þau leysist af sjálfum sér. 

Minniháttar græðgi

"Vísir, 16. maí. 2008 08:20

Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída

mynd

Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída. Þær geta gleypt hund í heilu lagi og fregnir hafa borist af einni slöngu sem reyndi að gleypa krókudíl."

Þetta er nú ekki mikil græðgi miðað við ákveðin fyrirbæri á Íslandi.

föstudagur, 16. maí 2008

"Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt..."


Á visir.is er ljómandi skemmtilegt viðtal við sjónvarpsþulu. Þar segir meðal annars:


"En sem betur fer hefur þetta verið frekar áreynslulaust enda brosir maður bara og heldur sínu striki ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta byggir jú allt á því að láta ekki á neinu bera," segir Anna Rún."

Þessi stúlka hefur alla burði til að verða bæði ráðherra og seðlabankastjóri ef hún fær ekki munnherkjur.

Rangur misskilningur með tilgang lögreglustarfa


 

Það er ánægjulegt að Lúðvík Bergvinsson skuli hafa bent Alþingi á að “löggæslan er fyrir fólkið í landinu” og það sé orðið tímabært að leggja niður hið útblásna embætti Ríkislögreglustjóra.

Löggæsla í lýðræðisríkjum er yfirleitt hugsuð til að vernda borgara í landinu og sjá til þess að þeir fari að lögum og reglum.

Í tíð núverandi dómsmálaráðherra og Ríkislögreglustjóra hefur sá misskilningur orðið augljósari með hverjum degi að þeir líta á tilgang með löggæslu að vernda yfirvöld fyrir fólkinu í landinu eins og tíðkast í einræðisríkjum.

 

Þennan misskilning þarf að lagfæra ef við ætlum að halda áfram að fikra okkur í lýðræðisátt.

Neyðaraðstoðin ekki neyðaraðstoð heldur "viðbúnaðarráðstöfun"


Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að gjaldeyrisskiptasamningar við þrjá norræna seðlabanka séu "viðbúnaðarráðstöfun", sem veiti Seðlabankanum aðgang að evrum ef þess gerist þörf.

Davíð vísar því á bug, að samningarnir séu "neyðaraðstoð" eins og norrænir fjölmiðlar hafa túlkað þá í dag.

Þess má einnig geta að þörfin fyrir neyðaraðstoð er ekki Seðlabankanum að kenna.

Ef það virkar, láttu ógert að laga það!


Bönkunum virðist hafa tekist að telja ríkisstjórninni trú um að vandræði þeirra séu Íbúðalánasjóði að kenna, svo gáfulegt sem það nú er.


Alla vega tilkynna Geir og Ingibjörg Sólrún að nú standi til að lagfæra Íbúðalánasjóð.

Gleggri aðilar hefðu byrjað á ónefndri bankastofnun í eigu ríkisins.

Síðasta skoðanakönnun um Íbúðalánasjóð sýndi að um 80% þjóðarinnar vilja að stjórnmálamenn láti Íbúðalánasjóð í friði.

BB, Winston og lýðræðið

BB er sjálfum sér líkur. Nú er hann á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður. Enda má til sanns vegar færa að fólk sem margoft hefur kosið BB á þing getur átt til að gera undarlega hluti í kjörklefanum.


Winston Churchill sálugi pældi líka heilmikið í lýðræðinu og sagði meðal annars þetta:

"The best argument against democracy is a five-minute conversation with the average voter."

"A pessimist sees the difficulty in every opportunity; an optimist sees the opportunity in every difficulty."

"There is no such thing as public opinion. There is only published opinion."

"However beautiful the strategy, you should occasionally look at the results."

"Democracy is the worst form of government except all the others that have been tried."

fimmtudagur, 15. maí 2008

Báknið burt!
Góð þessi nýja reglugerð hjá BB að neita fólki sem hefur meiri laun en 133 þús á mánuði um gjafsókn, því að auralaust fólk á ekki að vera að þvælast í réttarsölum - nema þá sem sakborningar.

Við þetta sparast tími og peningar. Tímanum geta dómarar varið til að rækta tengsl sín við Flokkinn sem skipaði þá í embætti. Peningunum getur dómsmálaráðherrann varið í að kaupa hergögn handa sérsveitinni.

Ennþá betra hefði þó verið að hann hefði ákveðið að leggja niður hið fáránlega embætti Ríkislögreglustjóra.

Munum kjörorðið: Báknið burt!

(Myndin sýnir húsakynni Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg en þangað hafa ýmir Íslendingar neyðst til að leggja leið sína).

Manngildishugsjónin


Manngildishugsjónin lifir. En efnahagsmálin hljóta að hafa ákveðinn forgang þar til í næsta lífi.

Fastheldni á fengið og illafengið fé


Allt á sér sínar skýringar. Það er ekki nema von að ráðherrar ríkisstjórnarinnar reyni að humma fram af sér að afnema EFTIRLAUNAÓSÓMANN nema að nafninu til.


Það eru talsverðir hagsmunir í húfi:

"Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu miða við verðlag 2007 eða 122% launauppbótar."

Heimild mín fyrir þessum útreikningum er bloggfærsla Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambandsins sem lesa má hér á Eyjunni.

Í staðinn fyrir egalité, liberté og sexualité...Stúdentauppreisnin í París í maí 1968

Hver vann?

miðvikudagur, 14. maí 2008

Egalité! Liberté! Sexualité! :
París, maí 1968
Hvor vann?

Djörf ályktun í PáfagarðiÞau ánægjulegu tíðindi berast nú frá Vatíkaninu að helsti stjarnvísindamaður í Páfagarði, síra Gabriel Funes, segir mögulegt að til séu viti bornar verur skapaðar af Guði annars staðar í geimnum.

Það er bæði djörf og bjartsýn ályktun að telja að einhvers staðar hljóti þær að leynast.


Vaknið þingmenn! Burt með skandalinn!


Ríkisstjórn okkar og Alþingi virðast ekki átta sig á því að EFTIRLAUNAÓSÓMINN eða DAVÍÐS-GEIT er næststærsti stjórnmálaskandall nútímans á Íslandi.

Í Bandaríkjunum hafa minniháttar skandalar á borð við Watergate-The Iran-Contra-Lewinsky-gate og fleiri haft gífurleg áhrif, þótt almenningsálitið hafi ekki verið einróma í þessum málum – eins og varðandi EFTIRLAUNAÓSÓMANN.

Ef Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ætla að halda áfram að líta út eins og trúverðugir og óspilltir stjórnmálamenn í augum þjóðar sinnar ber þeim að taka til hendinni og bera fram tillögu Valgerðar Bjarnadóttur sem einsömul að mestu hefur haldið upp lífsvon fyrir virðingu þeirra sem nú sitja á þingi á Íslandi.

Kattarþvottur, klækir, yfirklór, pólitískar brellur duga ekki að þessu sinni. Ekki láta freistast til að reyna.

Burt með EFTIRLAUNAÓSÓMANN, DAVÍÐS-GEIT áður en vorþingi lýkur. Svo getum við farið að ræða saman um samstöðu þjóðarinnar og jafnvel sátt þegar fram líða stundir.

Eflum orðstír Íslands - ekki ímynd


Í um fjörtutíu löndum eru stórar flóttamannabúðir fyrir fólk sem hefur af einhverjum ástæðum hrakist frá heimkynnum sínum. Milljónir barna eiga ekkert framtíðarland utan flóttamannabúða.


Það væri því vel til fundið að Íslendingar hættu við hið vonlausa framboð sitt til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gengju til liðs við það hjálparstarfs sem unnið er í flóttamannabúðunum.

Þótt við tækjum hér á móti þúsund manna hópi af flóttafólki frá ýmsum löndum sæi varla högg á vatni. En fordæmi Íslands gæti haft áhrif á aðrar þjóðir.

Þess vegna ætti utanríkisráðuneytið að snúa sér frá ímyndarsmíð sinni í þágu lands og þjóðar og taka til við að breiða orðstír hennar út um veröldina með góðum verkum.

Ímynd er hol að innan og sannfærir engan, en góður orðstír deyr aldrei.

Utanríkisstefna Íslands á að vera: BRÆÐUR OG SYSTUR, því að það erum við öll, jarðarbúarnir þótt heimilisfriðurinn sé misjafn.

"Félagsmálafulltrúi fær sér blund"
Í stað gulls eða gjaldeyrisforða ætti Seðlabankinn að taka til athugunar að fjárfesta í góðri list.

Núna í vikunni var mynd eftir Lucien Freud (sem er afabarn gamla Sigmundar) seld fyrir 33,64 milljónir dollara. 

Myndin heitir "Félagsmálafulltrúi fær sér blund" ("Benefits Supervisor Sleeping") og var máluð árið 1995.

Á viðskiptamáli hafa málverk Freuds sýnt frábæra ávöxtun, betri en olía og gull samanlagt.


þriðjudagur, 13. maí 2008

Dulle Griet - heimska og græðgiÍ tilefni dagsins birtist hér bráðskemmtileg mynd eftir Pieter Bruegel de Oude (eldri) úr myndaröð sem hann gerði um DAUÐASYNDIRNAR SJÖ. Grafíkin er eftir landa hans og samtímamann Pieter van der Heyden.

Myndin heitir GRÆÐGI. 

Frá höfundar hendi heitir myndin reyndar DULLE GRIET og tengir saman heimsku og græðgi.

Myndbirting er í almannarétti (public domain) og er hér tileinkuð Alþingi Íslendinga og pólitískri arfleifð Davíðs Oddssonar.

Þess ber að geta að myndin var gerð á sextándu öld, fyrir daga jafnréttis og Kvennalista, og eingöngu þess vegna eru Græðgin og Heimskan í konulíki.


Ný þjónusta við AusturvöllHRAÐÞJÓNUSTA! 
Tökum að okkur að skola óhreinindi af sóðalegum köttum.
Fyrstir koma fyrstir fá.ER VOND LYKT AF KETTINUM ÞÍNUM - EÐA SJÁLFUM ÞÉR?
HAFÐU EKKI ÁHYGGJUR. VIÐ LEYSUM VANDANN

Kattarþvottarþjónusta INGU & GEIRA
v. Austurvöll - gegnt styttunni af Græna kallinum

Næsti formaður Samfylkingarinnar

Annaðhvort verður eftirlaunaósóminn afnuminn UNDANBRAGÐALAUST eða Valgerður Bjarnadóttir verður næsti formaður Samfylkingarinnar. 


Og helst hvorttveggja.

Reyndar má líka hugsa sér að Alþingi hafi forgöngu um að leggja niður allt siðferði í landinu, líka það kristilega svo að það verði ekki vandamál.

Hættulaust valdbeitingartæki fyrir margar stéttir

"Lítil hætta fylgir rafbyssum"

Íslenskir lögreglumenn vilja að svokallaðar rafbyssur verði hluti af varnarbúnaði þeirra. Íslandsdeild Amnesty International leggst gegn rafbyssum, meðal annars vegna hættu á misnotkun og fjölda dauðsfalla þar sem byssurnar koma við sögu, að sögn samtakanna.

Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

,,Það er vilji meðal lögreglumanna að þetta valdbeitingatæki verði tekið uðpp. Það vill nú orft verða þannig að umræðurnar fara um víðan völl. Það sem við höfum hvatt til hjá Landsamsambandinu er að fólk
kynni sér þetta tæki."

EF ÞETTA "VALDBEITINGARTÆKI" ER FULLKOMLEGA ÓSKAÐLEGT OG HÆTTULAUST ER EKKI NEMA RÉTT AÐ FLEIRI EN LÖGREGLUÞJÓNAR FÁI SVONA ÚTBÚNAÐ, TIL DÆMIS:

Þingflokksformenn, flugfreyjur, kennarar, innheimtumenn, dyraverðir, landverðir, stefnuvottar, veitingaþjónar, borgarstjórinn í Reykjavík, stöðumælaverðir, konur og bókaverðir. Bara svona til að byrja með.

Góður draumur


Mig dreymdi í nótt að þetta færi allt saman einhvern veginn og mestan part vel að lokum.


Ekki síst ef fólk verður duglegt að blogga.

mánudagur, 12. maí 2008

Annasöm helgi hjá Heilögum Anda


Heilagur Andi virðist ekki hafa verið í fríi þessa hvítasunnuhelgina því að einhver var að segja mér að Ingibjörg Sólrún væri búin að lofa að afnema eftirlaunaósómann sem hún var búin að lofa að afnema.


Heilagur Andi virðist því líka hafa litið við hjá forsætisráðherranum, úr því að Ingibjörg Sólrún telur að hægt sé að ljúka þessu máli hið bráðasta.

Hins vegar hefur Andanum láðst að líta við hjá prófessor emeritus Sigurði Líndal sem telur öll tormerki á því að stjórnarskráin heimili að breyta einhverju sem áður hefur verið ákveðið.

sunnudagur, 11. maí 2008

Postulasaga


“Og nú var kominn hvítasunnudagurinn, voru þeir allir saman komnir á einum stað; og skyndilega varð gnýr af himni, eins og aðdynjanda sterkviðris, og fyllti allt húsið, sem þeir sátu í; og þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á einn og sérhvern þeirra; og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.”

Postulasagan, 2. kapítuli, vers 1-4.

Þannig var það nú á þeim tíma.


laugardagur, 10. maí 2008

Hraðbankakrísa


"Hundruð þúsundum króna hefur verið rænt úr hraðbönkum hér á landi undanfarinn sólarhring, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins."


Það er ekki nóg með að bankarnir séu á hausnum heldur eru hraðbankarnir líka í hættu.

Íslendingar og tröll á fjöllum

Fyrir þá sem lesa ensku fylgir hér athyglisverð grein um Íslandsferð sem birtist á forsíðu Wall Street Journal 2. maí sl. 

Ég legg ekki í að þýða hana, því að þegar farið er að þýða milli tungumála getur eiginlega hvað sem er komið út úr þýðingunni – eins og Seðlabankamenn  hafa reynslu af. Það er nóg sem leynist bakvið þennan teksta þótt maður byrji ekki að fikta í honum.

PAGE ONE
Icelanders' Love
Of Crazy Trucks
Hits Deep Freeze

Financial Crisis Crimps
Pricey Weekend Trips;
Spiked Tires on Snow

By MARCUS WALKER
May 2, 2008

REYKJAVÍK, Iceland -- Icelanders' jeep thrills are endangered by the global financial crisis.
What Icelanders call "jeeps" are actually massive, tricked-out pickups, armed with 4-foot-high wheels studded with steel cleats that allow them to climb mountains of snow and volcanic rock with earsplitting power.

Years of economic boom and a legacy of American consumerism have turned such gas-guzzling behemoths into the favorite toys of thousands of people living in the land of pop star Björk.

But the good times are beginning to fade in the rearview mirror. Ballooning debt payments, punishing fuel prices and a cratering currency are killing a good buzz.

Every weekend, normally placid Icelanders go wild in the volcanic highlands. Their heavily modified trucks sometimes fall into crevasses or break through ice and need winching out. Tailgate parties are mandatory.

Many 4x4 enthusiasts wield their own blowtorches, rebuilding big American and Japanese 4-wheel-drive off-roaders to suit their taste. Local innovations include exhaust-fed balloons that can lift cars out of snowdrifts, and the "bumper dumper" -- a flip-down toilet seat on trucks' rear end for use in the wild.

Sveinbjörn Halldórsson, a 44-year-old real-estate agent from Reykjavík, drives a Chevy S10 pickup with a souped-up engine, 44-inch tires with spikes, and four kinds of radios and phones on the dashboard. Filling up the truck's 240-liter tank (about 63 gallons) for the weekend costs him nearly $500, with gas costing $7.84 a gallon. He rolls with one of many so-called gangs on Iceland's highly competitive 4x4 off-road vehicle scene.

A roaring economy since the 1990s has turned Iceland into one of the world's richest countries per capita. Today, its people are deep in debt. The cost of living is high and rising. The krona has fallen by 27% against the dollar since November, no small feat given the dollar's own nose dive. The krona's downfall has a silver lining for American tourists contemplating summer jaunts to Iceland. At least there's somewhere in Europe where dollars buy more than they did last year. But it is putting a strain on Icelanders who took out foreign-currency loans for cars or homes to avoid Iceland's high interest rates.

A once-booming real-estate market is now in free-fall. Last year, Mr. Halldórsson's company sold 30 apartments a month. Last month it sold three. "When the phone rings now, the noise shocks everybody," he says. As his payments balloon and times get tougher, he's having to skip jeep trips, including his gang's annual five-day glacier expedition later this month.

Sales of new trucks are plunging, dealers say. Emil Grímsson, whose company, Arctic Trucks, modifies Toyota and other Japanese off-roaders, says new orders are down to two to four a week, from 10 to 20 in January. He has sold just one bumper dumper all year.

The falling krona means gasoline prices have risen even faster in Iceland than they have elsewhere. Young jeep drivers are taking to the streets of Reykjavík to protest.

Samúel "Wolf" Thór Gudjónsson, a lanky 21-year-old electrician with long blond rocker's hair, joined with dozens of other jeep fans earlier this month to protest climbing fuel prices, blocking oil companies' depots. Others drove their jeeps through the city's streets at 5 miles an hour to demand cuts in fuel taxes.

Demonstrations are rare in stoical Iceland, a country of only 300,000 people. But the threat to jeep habits is just too much. Alfred "Spotti" Bergisson, a 26-year-old plumber who drives a beefed-up Toyota Land Cruiser, is willing to fight for his right to party. "I just want to go where I want to go," he says. "I get energy in the mountains. I think there."

Reykjavík's 6,000-strong 4x4 Club has clout. It previously talked the government into letting its once-outlaw trucks pass inspections, despite supersized wheels with studs that rip up roads. Many of the trucks wouldn't be street-legal elsewhere in Europe.

Icelanders take fun seriously, maybe because they didn't have much of it in the past. Life on this cold, windy island, with its fish-based economy and dark winters, was "dismal," says Thráinn Bertelsson, a movie director and author from Reykjavík. When American troops arrived during World War II, it was the first thing there had been to talk about for several centuries, he says.

"In the 1960s, there was nothing to do here except go see three-year-old American movies or have a fistfight with your neighbor," he says.

But prosperity took off in the 1990s and Icelanders discovered the pleasures of conspicuous consumption, paid for with plastic. The latest cars, mobile phones and widescreen TVs became de rigueur. The nation borrowed all it could, especially from foreigners.

"We used to believe in hidden people," says Mr. Bertelsson, referring to the huldufólk, or invisible elves some Icelanders still believe live among the rocks. "Now, we believe in money wizards who make money appear from nowhere."

Valgeir Gislason, a banker, borrowed in Swiss francs and yen to buy his big but unmodified Ford Expedition. He didn't think the krona would fall so far. "Some you win, some you lose," he says.

On a recent weekend, Mr. Gislason pooh-poohed talk of economic crisis and headed for the hills with Mr. Halldórsson and his posse.

Fortune didn't smile on the trip. Mr. Halldórsson lost power steering on his Chevy while fighting with deep snow and had to abandon ship. When he picked it up later, an April blizzard had filled the inside with snow since he had left the sunroof ajar.

A rivalry between two other drivers -- retired pharmacist Jón Yngvarsson and his son, Örn Yngvir Jónsson -- led to further trouble. Both father and son drove giant Ford F-350 Super Duty pickups. Both have handheld devices with power-boost buttons that propel their cars up hillsides in a cloud of black smoke. Both cars broke through the ice covering a lake.

Mr. Jónsson's truck lay perilously on its side, wedged in snow above the water. It took three other trucks to pull it out.

Back on terra firma, Mr. Jónsson blasted up a steep hill that his father couldn't make. Eight miles past the hill, where no one else could reach him, Mr. Jónsson's car broke down.

"I really hate this sport," said Kerstin Langenberger, who runs the hut where Mr. Halldórsson's gang stopped for nighttime beers and barbecue. "Middle-aged men turn into 4-year-old boys. Unfortunately they have drivers' licenses."

The next day, the group towed Mr. Jónsson's car into a lava rock, smashing its steering. The group had to leave the car and hurry back to Reykjavík, where their wives awaited them impatiently at a confirmation party for the children of some friends.

That night, the gang drove back into the mountains, fixed the broken Ford in a snowstorm, and returned to Reykjavík at dawn, in time for work on Monday morning.

Between gas prices and the rising cost of food, beer and repairs, "these trips are getting very expensive," says a rueful Rúnar Sigurjónsson, a member of the gang. "It can add up to the cost of a weekend in London. And a weekend in London is not as much fun."

föstudagur, 9. maí 2008

Yfirskilvitleg lögreglumál


Um hvítasunnuhelgina verður spennandi að fylgjast með því hvort Heilagur Andi kemur  yfir DV og sá ágæti fjölmiðill biðji ríkislögreglustjóra afsökunar á því að hafa sagt að Sjónvarpið hafi verið á staðnum þegar Jón Ásgeir kom ekki til landsins svo að ekki var hægt að handtaka hann.

Dagbækur Sjónvarpsins ku staðfesta að Sjónvarpið hafi ekki verið á staðnum þegar Jón Ásgeir kom ekki til Keflavíkur. 

Þaðan af síður mun Sjónvarpið hafa tekið myndir af því þegar þessi atburður átti sér ekki stað.

Talsmaður Seðlabankans talar tungum


Einhvers staðar var verið að tala um að sannleikurinn muni gera menn frjálsa. Leiðin að sannleikanum virðist vera mislöng eftir því hvar menn eru staddir.

Sérstaklega er leiðin að sannleikanum löng og krókótt hjá þeim starfsmönnum Seðlabankans sem hafa eitthvert vit á á efnahagsmálum. Í örstuttu máli er leiðin sú að tala við þá á ensku, þýða útkomuna á þýsku og þýða svo þýskuna aftur á ensku og snara þessu að lokum yfir á íslensku.

Eftir þessa afkóðun kemur í ljós "að krónan sé valdur að óstöðugleika í íslensku efnahagslífi, og að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru myndu færa landinu meiri stöðugleika."

Og: “Aðalvandinn hjá okkur felst í því að koma stöðugleika á gjaldmiðilinn, og til þess þurfum við að skapa traust á íslensku krónunni, Ef traustið glatast alveg þá festumst við í eyðileggjandi vítahring, sem myndi valda frekara falli krónunnar og valda enn meiri verðbólgu."

Starfsmaður Seðlabankans sem er grunaður um að hafa sagt sannleikann telur það sér til málsbóta að sannleikurinn kunni að hafa brenglast á hinni löngu ensk-þýsk-ensk-íslensku leið.

Frá sjónarmiði guðfræðinnar er það mjög merkilegt að talsmaður heils seðlabanka skuli skyndilega "tala tungum". Einnig er athyglisvert að þetta skuli gerast svo skömmu fyrir hvítasunnu.


Stjúpumjallhvítarheilkennið í sjónvarpi

Stundum les maður svo skemmtilegar fréttir á Netinu að manni finnst lífið dásamlegt. 


Nú er svo komið í sjónvarpi að þáttagerðarfólk er búið að gefast upp á að tala við fólk utan úr bæ og búið að kalla í staðinn í sálfræðing til að ræða um vandamál sem fylgja því að tala við fólk í sjónvarpi.

Það virðist sem fleiri en stjúpa Mjallhvítar geti farið yfir um á því að vera upptekin af sjálfri sér. Bráðum verður farið að tala um "Stjúpumjallhvítarheilkennið".

Samanber eftirfarandi frétt á visir.is:

„Ég get sagt þér það að við verðum saman með þátt annaðkvöld á ÍNN og gestur þáttarins er sálfræðingur til að ræða við okkur um samskipti. Við erum svo ólíkar og þátturinn hefur þróast í þá átt að við vitum ekkki alveg hvort okkur líður nógu vel með þetta," segir Ásdís Olsen sem sleit samstarfinu við Kolfinnu Baldvins í beinni útsendingu í síðustu viku.

„Allir virðast hafa horft á þennan þátt og fólk er að taka afstöðu og hringja og senda okkur tölvuskeyti. Það virðast vera til stuðningslið um okkur. Fólk hefur allavegana tilhneigingu til að taka afstöðu. Sumir halda með Kolfinnu og aðrir með mér. Við erum staddar í raunveruleikaþætti og það eru að gerast hlutir sem enginn sá fyrir."