þriðjudagur, 1. júlí 2008

Einn smokkur á mann!

Í lækningaskyni við fársjúkan fasteignamarkað fá kaupendur niðurfelld stimpilgjöld af sinni fyrstu íbúð frá og með í dag.


Þetta er jafn gáfuleg og árangursrík aðferð og að ráðast gegn útbreiðslu kynsjúkdóma með því að afhenda öllum einn smokk ókeypis.

Sem sagt táknræn aðgerð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svo fávís og grunnhygginn maður, að með hreinum fádæmum er.

Ég lít á þetta sem refsingu til þeirra sem hófu að búa í mjög svo ódýru húsnæði en nú þegar ómegð eykst, þurfa þau að kaupa ögn stærra, ef Guð og auraráð hrökkva til, að greiða afgjöld til heilagra bankana.

Þá er komið íbúð noII og þá mega þau sko punga út með stimpilgjöldum gjaldagjöldum og svo gjöldum líka af þeim.
(sungið við í kolli mínum geymi ég gullið)

Nafnlausi Bjarni

Miðbæjar--æ þú veist.

Nafnlaus sagði...

Fyrst verið er að ræða kynsjúkdóma...

Það má einnig líkja þessu við það að þú fengir meðhöndlun við kynsjúkdómnum í fyrsta skipti sem þú smitast - en ef þú smitast aftur af sama sjúkdómnum þá eru þér allar bjargir bannaðar.