sunnudagur, 1. febrúar 2009

Höfðinglegt boð

Það er mikill léttir að fá einstöku sinnum á ævinni að ganga til náða vitandi það að ránfuglinn svífur ekki yfir landi og situr ekki á húsmæninum hjá manni. Einræðisfokkurinn ræður ekki landinu.


Nú er stjórn Jóhönnu og Steingríms tekin við völdum og ætlar að lyfta Grettistaki á áttatíu dögum. 


Við fáum stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá í fyllingu tímans. Græðgin verður sett í bann og reynt að takast á við afleiðingar hennar.  Bráðum kemur betri tíð.


Og allt þetta í boði Framsóknarflokksins - sem er nú genginn í endurnýjun lífdaganna, kátur eins og lamb á vordegi.

10 ummæli:

New Icelanders sagði...

ég ætla að reyna að skemma fyrir þér afslöppunina og minna á að nýji dómsmálaráðherrann var í vinnu hjá bíbí án þess að vera rekinn fyrir kommonisma http://www.malefnin.com/ib/index.php?s=bf8624b8fb95c898112b7aa06ddf1331&showtopic=112951&pid=1420111&st=20&#entry1420111

Þráinn sagði...

Ég tek hverjum sem er fagnandi í embætti dómsmálaráðherra. Leið þess embættis eftir Bíbí getur aðeins legið upp til ljóssins.

Dr. House sagði...

Er Þráinn farinn að ritskoða núna bæði sjálfan sig og aðra? Ótrúlegir þessir gömlu Framsóknarhundar :)

Snillingur, sá gamli :)

Ps, set samt færsluna frá því áðan sem kallinn tók út.

Sorry, Þráinn, ætlaði ekki að misbjóða þér með orðalagi mínu. Átti alls ekki von á því þar sem þú hefur þótt "dirty old man" í skrifum þínum sjálfur hneykslað viðkvæmar sálir hér á eyjunni með dónaorðum og persónuárásum á fólk.

Ég vona samt að þér misbjóði ekki sannleikurinn í því sem ég skrifaði um Framsóknarflokkinn? Það er eitthvað sem alþjóð veit og enginn nýr sannleikur í því... nema kannski fyrir Framsóknarmenn sjálfa. Ég get því ekki beðið þig afsökunar á því en þú mátt gjarnan gera það fyrir flokkinn, takk.

Do you understand?

Vona það sé ekki nýtt stefnumál þitt sem frambjóðanda að vera með neina þjóðrembu núna og tungumálahreinstefnu því þá gætir þú átt lítinn séns. Alþjóð veit hversu duglegir þið hafið verið að skrá útlendinga í flokkinn :)

Vertu góður... mundu gleðina... og try to be honest, old man :)

Dr. House sagði...

Og þjóðin man hver sóð að einkavinavæðingu bankanna og studdi íhaldið í því.

Framsókn er vonandi afturbata flokkur en hann er klárlega á skilorði hjá þjóðinni allri og verður það næstu árin. Svo mikið er víst.

Flokkurinn getur reynt að bæta fyrir brot sín með því að taka til í eigin ranni (ekki bara lýtaaðgerð) og sýna það í verki næstu árin.

Reynslan mun síðan dæma hvernig til tókst.

En í guðanna bænum slepptu því að tala niður til almennings, þjóðarinnar, með því að tala um að eitthvað sé í boði Framsóknar með núverandi stjórn.

Það eina sem Framsókn hefur boðið helsærðri þjóðinni hingað til er að hún megi hreinsa upp eftir sig skítinn og borga skuldirnar sem flokkurinn hlekkti hana í með aðstoð íhaldsins og einkavinavæðingarinnar.

Annað ekki so far.

Og þangað til er og verður Framókn á skilorði hjá þjóðinni.

Svo stattu þig, gamli :)

Henrý sagði...

Dr. House: Þráinn kann að vera opinskár og rætinn ef svo ber undir, jafnvel eldgamall, hugsanlega óhreint gamalmenni. Allt þetta má liggja milli hluta.

Það er hinsvegar alltaf mjög aumt að skrifa í nafnleynd og væla síðan yfir því að athugasemd sé eytt. Eins og ritskoðun á málsmetandi einstaklingi hafi verið framkvæmd á einhvern stalínískan máta.

Ég las reyndar ekkert út úr athugasemdinni þinni, þetta var allt í graut hjá þér. Gætir allt eins hafa verið að biðja Þráinn um eiginhandaráritun.

Ég skora á þig að skrifa athugasemdina aftur þegar þú ert edrú. Og jafnvel vanda þig nógu mikið til að þú getir sett nafnið þitt við hana.

Nafnlaus sagði...

svona svona, ekki svona flokkaskiptur, þú verður að vera trúr hugmyndum þínum Þráinn ef þú villt að menn taki þig alvarlega, það er nefnilega ekkert gaman að skrifast á við skýin, þau koma og fara eins og alltaf

Dr. House sagði...

Henry og Þráinn:

Lömbin Þagna... stundum...

Henry, þú hefur varla séð athugasemdina þar sem henni var eitt.

En það er rétt, maður á að vera góður við gamlt fólk, ekki síst þegar það er afturbata og jafnvel þó það sé dónalegt við allt og alla.

Umburðarlyndi og kærleikur, Henry, það er málið :)

Dr. House sagði...

PS. Dr House drekkur ekki brennivín, eins og allir vita, heldur borðar hann verkjalyf kvölds og morgna- og vinnur of mikið í þágu sjúkra og þeirra sem minna mega sín...

Dr. House leiðréttir misskilning, kemur í veg fyrir ignorance (fáfræði á íslensku) og illusion hjá þeim sem eru illa áttaðir.

Þráinn sagði...

Dr. House er velkomið að halda áfram að tjá sig hérna á síðunni þegar hann verður búinn að fara í meðferð.

Bjarni sagði...

Samsömunin við lanbið gæti átt við um lömbin sem veikjast og ,,vankast" Þau snúast um sjálf sig, þar til að endi lífdaga kemur.

Það er ekkert Nýtt við Framsóknarmaddömmu núna, sama gamla spillingarfésið bara með yngra andleiti.
Kögun - Radarstofnun ,.....

Segjum ekki meir ekki meir.

Ekkert nýtt í stefnuskrá VG og S flest nú þegar á verkskrá fyrri stjórnar, spurðu bara Ingibjörgu.

Nei það sem gert er í myrkrinu er því vígt og því er he´r nykurstjórn blessað af sjálfum MAddömmu útnára preláta ,,hins fallna engils".


Vonandi fellur þú ekki í flórinn, því þar er ekki bara drulla, heldur margt l´jotara en það.

Miklu ljótara.

Mibbó