laugardagur, 31. janúar 2009

Engan asa

Það skiptir ekki máli hvort ríkisstjórn Jóhönnu tekur til starfa í dag eða á morgun ellegar ekki fyrr en hinn daginn.


Aðalatriði er samstaða flokkanna um aðgerðaáætlun og fullur trúnaður við Framsóknarflokkinn sem verndar ríkisstjórnina.

Það sem skiptir máli er að þessi skammtímastjórn standi undir væntingum.

4 ummæli:

Margrét Rósa Sigurðardóttir sagði...

Við vorum að ræða nýjustu fréttirnar yfir morgunkaffinu, ég og karlinn. Hann heldur að það sé búið að kaupa þig. Ég held ekki. Ég held að ef þú ferð í 1.sæti og kemst örugglega inn þá munir þú starfa opinskátt og heiðarlega á Alþingi. Segja okkur sannleikann og ekki vera í baktjaldamakki og laumuspilum! Ég held það. En ég mun samt ekki kjósa Framsókn. Heldur ekki hina flokkana. Nýir flokkar eru í burðarlið. Hefði viljað hafa þig þar en þar er unga fólkið öflugast við undirbúning og þeirra er að taka við keflinu. Mér finnst okkar kynslóð hafa brugðist með því að leifa sukkinu að viðgangast of lengi með því að þegja. En þú þagðir ekki og byrjar vonandi ekki á því núna.

Þráinn sagði...

Sæl, Margrét Rósa. Nei. Ég er enn óseldur. Ég á ósköp lítið nema sannfæringu mínar og skoðanir og þetta er ekki til sölu.

Guðni Gunnarsson sagði...

Mér líst mjög vel á það að þú skulir ætla að gefa þjóðinni þennan kost. Ég er samt eilítið sammála Margréti Rósu um annan vettvang, en gott og vel...Framsóknarflokkurinn er greinilega í mikilli hreinsun, batnandi "flokki" er best að lifa. Ég hjó eftir því að þú sagðir Sósíalismann fallinn, er það rétt? hefur eiginlegur sósíalismi einhverntíma verið reyndur líkt og frjálshyggjan hefur nú verið reynd (með afleitum árangri auðvitað)? Hafa ekki einræðis og ráðríkistilburðir alltaf komið í veg fyrir að hugmyndafræði sósíalismans fengi í raun að blómgast? Annars er ég helst á því að blanda, hvernig sem hún er, sé líklega alltaf best. Blandað hagkerfi, malt og appelsín og flest þar á milli. Blandan er stórlega vanmetin. Það er nú einu sinni svo að líf kviknar oftar en ekki af blöndu...hmm bara pæling.

Þráinn sagði...

Sammála, Guðni. Ég átti við hrun kommúnistaríkjanna. Sósíalismi, plús hæfilegur skammtur af einstaklingshyggju er uppskriftin að þjóðfélagi þar sem allir fá að reyna á kraftana - og þeim minnimáttar líður vel í skjóli þeirra sterkari.