Biðst afsökunar á að hafa skotist á bloggið úr sumarfríinu. Sá að það var ekki tímabært. Guðmundur Gunnarsson er ekki orðinn forseti A.S.Í. svo að það er ekki um annað að ræða en skreppa frá aftur.
föstudagur, 27. júní 2008
Óviðkunnanleg orðnotkun: "okur" og "spilling"
Það hefur viljað bera við á Eyjunni að undanförnu að íslensk málhefð sé rofin og fólk slái um sig með erlendum nýyrðum eða nýyrðum af erlendum uppruna sem gefa kolranga ímynd af stöðugu og stöðnuðu þjóðfélagi okkar.
laugardagur, 14. júní 2008
Fjarri daglegu bloggi
Ágætu lesendur.
föstudagur, 13. júní 2008
Ruglast á dóna, söngvara, forsætisráðherra og fréttamanni
"Geir segir fréttamann dóna, vill ekki veita dónum óundirbúin viðtöl"
Back to basics
Öllu fer fram. Stundum með því að fara oufrlítið aftur. Nú eru heljarmenni úr ofbeldis- og átakagreinum sest við sjúkrabeð geðsjúklinga og þurrka þeim um þvalt ennið og reka vatnsrör inn í munnvik þeirra geðveiku svo að þeir ofþorni ekki.
Dómskerfi sem þarf að endurreisa
Það vildi ég óska að ég deildi þeirri bjartsýni með Össuri Skarphéðinssyni að sjá afgreiðslu dómskerfisins á Baugsmálinu sem sönnun þess að dómskerfið virki - og að við eigum engan Henry II til að hvísla að framagjörnum riddurum sínum að mikið væri gott ef þeir hjóluðu í einhvern sem fer í taugarnar á valdinu.
sunnudagur, 8. júní 2008
Til hamingju, Hanna Birna - ef...
Miðað við frammistöðu þeirra kvenna sem gegndu síðast embætti borgarstjóra er líklegt að Hanna Birna geti staðið sig betur.
Miðað við frammistöðu þeirra karla sem gengdu síðast embætti borgarstjóra er líklegt að Hanna Birna geti staðið sig betur.
Hanna Birna er greind og dugleg þarf bara að muna að hún er þjónn fólksins sem býr í Reykjavík, en aðeins félagi í Flokki fyrirtækjanna.
laugardagur, 7. júní 2008
Pollýönnu-gaspur eða alvara?
Formaður Samfylkingarinnar telur "óhjákvæmilegt að íslensk stjórnvöld dragi lærdóma af niðurstöðu Baugsmálsins. Dómur Hæstaréttar bendi til þess að umfang rannsóknarinnar og ákæranna hafi alls ekki verið í samræmi við tilefnið."
föstudagur, 6. júní 2008
Baugsmálið ***** fimm stjörnur
Sú atburðarás sem hefur verið nefnd Stóra Baugsmálið hefur nú runnið gegnum Hæstarétt.
mánudagur, 2. júní 2008
Klökkir Moggamenn kveðja Kalda stríðið
Í allmarga áratugi hefur Morgunblaðið verið samkvæmt þeirri skoðun sinni að íslenskt þjóðfélag væri því betur komið sem það frétti minna af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins eins og vesaling mínum og mörgum fleirum sem kunna ekki að bugta sig fyrir hátign Flokksins.