laugardagur, 7. júní 2008

Pollýönnu-gaspur eða alvara?

Formaður Samfylkingarinnar telur "óhjákvæmilegt að íslensk stjórnvöld dragi lærdóma af niðurstöðu Baugsmálsins. Dómur Hæstaréttar bendi til þess að umfang rannsóknarinnar og ákæranna hafi alls ekki verið í samræmi við tilefnið."


Það er fallegt af stjórnmálamanni að vera námfús og vilja læra af mistökum, ekki síst mistökum annarra, en væri ekki upplagt að slá athugun á því hver ber ábyrgð á þessum fáránlega málarekstri saman við námið í að læra af mistökum?

Á sem sagt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að svonalagað endurtaki sig? 

Eða er þetta bara almennt Pollýönnu-gaspur sem þýðir að þegar eitthvað  gerist séu allir amk. reynslunni ríkari?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar talið berst að ábyrgð, þá verða íslenskir stjórnmálamenn ógurlega námsfúsir. Ræða þeirra verður einhvern veginn svona:

"Við skulum ekki leita að sökudólg (þeim sem ber ábryrgð). Aðalatriðið er að við lærum af mistökunm svo þetta gerist ekki aftur."

Rómverji

P. S. Reyndar virðist formaður Samfylkingarinnar ekki alltaf vilja læra af mistökum. Að Ingibjargar frumkvæði á að endurtaka eftirlaunaósómann í stað þess að afnema hann.

Nafnlaus sagði...

Þráinn ertu ekki tövlutækur?

Kveðja,

Bloggi.