laugardagur, 14. júní 2008

Fjarri daglegu bloggi

Ágætu lesendur. 


Nú er ég að fara í nokkurs konar sumarfrí. Ferðinni er heitið inn í sjálfan mig á stað sem er all langt fjarri daglegu bloggi.

Ég veit ekki hvað ég verð lengi í burt en ég vona að Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins verði orðinn forseti A.S.Í. þegar ég kem aftur.

Svo vona ég að bankarnir hafi tekið 500 milljarða lán erlendis og stofnað varasjóð til að geta hjálpað viðskiptavinum sínum til að borga af hærri lánum en bankarnir hefðu átt að plata þá til að taka. Einnig að ríkisstjórnin fari jafnsparlega með peningana mína og ég ætlaði að gera sjálfur áður en hún tók þá af mér.

Birtan gæti ykkar.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú misskilur þetta allt.
Ingibjörg Sólrún tekur lánið til að styrkja auðmenn Íslands, ekki alþýðu Íslands.
Nema hvað!

Nafnlaus sagði...

Vertu ekki allt of lengi í burtu frá blogginu en gangi þér vel Þráinn.

Björgvin Valur sagði...

Góða ferð og komdu heill aftur.

kv

Björgvin Valur

Þráinn sagði...

Ég held ég sé ekkert að misskilja: Sólgeir og Geirrún tóku 500 milljarða lán til að bjarga bönkunum.
Ég er að fara fram á að bankarnir taki nú 500 milljarða lán til að bjarga þeim af viðskiptamönnum sínum sem eru launamenn með innan við tvær millur á mánuði.
Mér finnst þetta eins og að koma aflvélum skipsins fyrst í björgunarbátana - og gá svo eitthvert pláss er eftir fyrir farþegana.
Mín skoðun er sú að fólk smíði vélar til að komast leiðar sinnar. Stjórnin heldur greinilega að vélar smíði fyrirtæki sem smíða síðan fólk.
Var engin kynfræðisfræða í skólum þessara stjórnmálamanna - ekki einu sinni "jafningjafræðsla"? Fólkið kemur fyrst. Svo fyrirtækin.

Nafnlaus sagði...

Það er hættulegt og villugjarntn að fara of langt inn í sig. Menn geta týnst þar.

Passaðu þig á myrkrinu!

Svo hlakka ég til þegar ég hef lokið við að fara veðurhringinn á mínu bloggi og get sest í vanhelgan stein í blogginiu.

Nafnlaus sagði...

Taktu Vesalingana með þér,
Og njóttu vel.

Nafnlaus sagði...

Þráinn, hvað á það að þýða að fara í frí núna. Nú þegar að aðalpersónan í sögu þinni "dauðans óvissu tími" er að riða til falls.

komdu nú með skoðun þína á því, hver var það sem setti Eimskip á hausinn, var það Baldur eða var það Bjöggi Senior?

Valur Kristinsson sagði...

Gangi þér vel með bókina Þráinn.
Hafðu með þér vasaljós ef sjálfið verður dimmt og drungalegt. Þá er betra að finna skilningarvitin.
Þau gætu verið komin á tvist og
bast Hafðu það sem best inni
sjálfinu
Kveðja VK

Nafnlaus sagði...

Snjallt hjá þér að taka bloggpásu. Þú ert rödd réttlætis og jafnræðis hér og í bakþönkum Fréttablaðsins. Þetta er slítandi og þreytandi iðja. Vona að þú njótir þín og komir fílelfdur til baka. Svo er ekki verra ef fríið gefur af sér bók :)

Nafnlaus sagði...

verður björninn þa eftirlitslaus á meðan

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel, vonandi kemur þú fljótt aftur í bloggheima.
kv.Sigrún

Nafnlaus sagði...

Njóttu vel, að vera fjarri þessari vitleysu.

Þessi setning þín ætti að vera höggvin í steininn, yfir aðaldyrum Stjórnarráðsins, sem grundvallarkrafa okkar skattgreiðenda:
"..Ríkisstjórnin fari jafnsparlega með peningana mína og ég ætlaði að gera sjálfur áður en hún tók þá af mér."

Þetta er Hin Gullna Regla lifandi komin.

Nafnlaus, heitir Tryggvi í þessu tilfelli.