föstudagur, 13. júní 2008

Dómskerfi sem þarf að endurreisa

Það vildi ég óska að ég deildi þeirri bjartsýni með Össuri Skarphéðinssyni að sjá afgreiðslu dómskerfisins á Baugsmálinu sem sönnun þess að dómskerfið virki - og að við eigum engan Henry II til að hvísla að framagjörnum riddurum sínum að mikið væri gott ef þeir hjóluðu í einhvern sem fer í taugarnar á valdinu.


Munurinn á Baugsmálinu og Beckett felst í því að Baugsmenn tóku til varna af öllum mætti, en það gerði Beckett ekki, og það kostaði hann lífið.

Hinrik II var líka nógu mikill maður til að viðurkenna að hann hefði gert rangan hlut þegar hann tautaði "Who will rid me of this turbulent priest" í fylleríi.

Það munu ekki þeir gera sem spönuðu lögregluyfirvöld á Íslandi upp í að leggja af stað í hefndarleiðangur. 

Hvað dómskerfið áhrærir þá mun ég taka það sem sönnun þess fyrir því að það langi til að þjóna réttlætinu þegar dómsmorðið sem kallað var "Geirfinns- og Guðmundarmál" verður tekið upp á nýjan leik og reynt að bæta þeim sem fengu að kenna á virðingarleysi dómskerfisins fyrir mannréttindum það sem þeir hafa orðið að líða. Helst meðan þetta fólk er enn á lífi.

Ennfremur þegar farið verður að skipa dómara eftir hæfni, ekki eftir tengslum við spillta stjórnmálamenn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heir heir

ps hver nennir annars að lesa össur

Nafnlaus sagði...

algjörlega sammála síðasta ræðumanni og nenni heldur ekki að lesa Össur...

Þráinn sagði...

Það eiga allir að lesa Össur. Stundum er hann að segja það sem stendur í pistlunum og stundum er hann að segja eitthvað allt annað sem maður verður að lesa milli línanna.

New Icelanders sagði...

össur er bullukollur

PS: sá eða þeir sem settu hann í djobbið ættu skammast sín

Þráinn sagði...

Því fer fjarri að dr. Ossur sé bullukollur, þótt því verði ekki neitað að hann sé betur máli farinn en flestir aðrir menn. Bullukollar eru þó nokkuð algengir í stéttinni, ekki síst meðal fyrrverandi borgarstjóra.