mánudagur, 2. júní 2008

Klökkir Moggamenn kveðja Kalda stríðið

Í allmarga áratugi hefur Morgunblaðið verið samkvæmt þeirri skoðun sinni að íslenskt þjóðfélag væri því betur komið sem það frétti minna af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins eins og vesaling mínum og mörgum fleirum sem kunna ekki að bugta sig fyrir hátign Flokksins.


Þar í móti kemur hef ég líka lengi verið þeirrar skoðunar að íslenskt þjóðfélag væri mun betur komið án Moggans.

Í dag lætur Styrmir Gunnarsson af ritstjórastarfi á Mogganum og við tekur Ólafur Stephensen.
Styrmir lét þess getið í kveðjuræðu sinni að Kalda stríðinu væri nú lokið og nú rynnu upp "aðrir vinsamlegri tímar."

Tíminn leiðir í ljós hvaða sannleika þessi orð innihalda.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðið mun skárri flokkur ef Styrmir Gunnarsson hefði verið formaður hans en ekki ritstjóri Moggans. 

Mig langar að senda Styrmi mínar bestu framtíðaróskir.

Sömuleiðis Ólafi Stephensen hinum nýja ritstjóra í þeirri von að hann geri orðið "sjálfstæði" að einkunnarorði blaðsins.

1 ummæli:

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.