föstudagur, 13. júní 2008

Ruglast á dóna, söngvara, forsætisráðherra og fréttamanni

"Geir segir fréttamann dóna, vill ekki veita dónum óundirbúin viðtöl"


Þegar ég sá þessa fyrirsögn datt mér ekki annað í hug en að blaðamenn væru að fara offari við Geir Ólafsson Sinatra-söngvara sem þeir hafa stundum leikið grátt að undanförnu. Við lestur greinarinnar kom þó í ljós að það var Geir Haarde forsætisráðherra sem var að væla undan "dónum" í hópi fréttamanna sem vilja að hann svari óundirbúnum spurningum - um efnahagsmál þjóðarinnar - ekki sitt eigið einkalíf.

Stjórnmálamenn sem skeyta skapi sínu á fréttamönnum þegar þeir hafa ekkert til málanna að leggja ættu að hugleiða að skipta um starf til að geta forðast dóna af því tagi sem venjulegt fólk kallar fréttamenn. 

Geir geðstirði þyrfti ekki að hafa áhyggjur af ásókn fréttamanna ef hann hefði ekki álpast til þess að klifra hæst upp í sleipa staurinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geir veit það sem er, að íslenska "efnahagsundrinu" er lokið, og stjórnmálamenn geta ekki hreykt sér lengur, af engu. Hagvöxtur síðustu ára er fólginn í hugarfarsbreytingu og reglugerðabreytingum utan úr heimi. Það er auðvelt að skapa hagvöxt í landi þar sem kreppa hefur verið algilt fyrirbæri. Hvað hefur skapað ríkinu tekjur frá því EES samningurinn var tekinn upp?
-Fyrst var skólum hent yfir á sveitarfélög. Svo voru öll ríkisfyrirtæki sem ekki þótti hentugt að halda, seld (Áburðarverksmiðjan var seld á 600 milljónir, með 300 milljón króna seldum áburði), bankarnir, síminn, pósturinn, ÍAV, bráðum rafmagn og virkjanir. Ekki hefur lífið skánað eftir það.
Svo hreykja stjórnmálamenn sér af hallalausum fjárlögum, þegar sveitarfélög sameinast og stækka, um skuldir. Til hvers er ríkið, er ekki kominn tími á að skilgreina það?
-Biðst afsökunar á langloku, en hún verður bara vond ef ég set öll áleggin með.

Geir veit að ekki er þorandi að svara neinu í efnahagsdeildinni, þeir kunna fátt í kreppu.

Það þarf sterk bein til að þola mögur ár, og staðfasta fréttamenn.

Nafnlaus sagði...

Var að horfa á Cameron í fréttum áðan.... mikið þætti mér gaman að sjá íslenska stjórnmálamenn fást við raunverulega pressu..t.d. BBC

Nafnlaus sagði...

þetta er merkilegt ruglast ef spurt er er svo með allt á hreinu á bláskjá.