sunnudagur, 8. júní 2008

Til hamingju, Hanna Birna - ef...Miðað við frammistöðu þeirra kvenna sem gegndu síðast embætti borgarstjóra er líklegt að Hanna Birna geti staðið sig betur.

Miðað við frammistöðu þeirra karla sem gengdu síðast embætti borgarstjóra er líklegt að Hanna Birna geti staðið sig betur.

Hanna Birna er greind og dugleg þarf bara að muna að hún er þjónn fólksins sem býr í Reykjavík, en aðeins félagi í Flokki fyrirtækjanna.


Það getur verið - og gæti jafnvelt verið líklegt að Hanna Birna verði vinsæll Borgarstjóri. 

Hitt er þó enn líklegra að Flokkurinn bíði þess seint bætur að hafa gleymt sínum eigin kosningareglum við að losna við Villa etir 28 starfsár. Villi var lýðislega kjörinn til að leiða borgarstjórnarlista íhaldsins allt þetta kjörtímabil - ekki bara þangað til tækist að losna við hann. Svoleiðis er lýðræðið nefnilega.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki mögulegt að standa sig verr en fyrirrennarinn.

Þráinn sagði...

Steinunn Valdís, Ingibjörg Sólrún, Dagur B, Vilhjálmur Þ, Ólafur F? Miðað við Ingibjörgu og Steinunni Valdís finnst mér allir borgarstjórar ágætir.
Dagur B var ekki nógu lengi til að ég gæti myndað mér skoðun á honum, og svo er hann greinilega ómótaður persónuleiki. Vilhjálmur hefur mikla reynslu en lítinn skjáþokka, og Ólafur F er dáldið sérstakur. Það sem ég hef helst út á hann að setja er furðuleg afstaða hans í flugvallarmálinu.
Mest af borgarmálefnum eru rútínuvinna við að þjóna og skipuleggja mannabyggð með hámarkslífsgæðum. Ég hef aldrei skilið að einn stjórnmálaflokkur hljóti að vera öðrum hæfari til þess arna.

Nafnlaus sagði...

Égf er svosem nokkuð dús við skýrgreiningu þín hér að ofan.

Vona innilega, að hún muni þau orð sem hún lét falla við það tækifæri, að fá ,,hattinn" síðar.

Það er nefnilega svo óendanlega mikilvægt, að þeir sem fara með ,,hattinn" muni eftir því hver setti þá þarna og að þráðurinn að ofan, heldur heila vefnum uppi.

Svo finnst mér alltaf jafn aulalegt, að eftir að hafa tapað eru allir svo ánægðir með sigurvegarann og fyrrum keppinaut

ÞEssi list nær nánast fullkomnun í BAN, sjáðu bara Hillary, hvað hún er ofboðslega hrifin af þeim manni, sem í síðustu viku var að hennar mati hrokafullur og kunnáttulaus á högum verkamanna, innflytjenda af Rómönskum uppruna, að ekki sé talað um konur.

Semsé, ,,ef ég sé með Hattinn" gæti ég svo auðveldlega stjórnað embættismönnunum hjá Rvíkurborg.

En ég er ekkert frekar með hattinn en aðrir réttir og sléttir brauðstritarar.

Með þökk fyrir hugvekjur bæði með og án hatta.

nafnlausi Bjarni
alias
Miðbæjaríhaldið