föstudagur, 13. júní 2008

Back to basics

Öllu fer fram. Stundum með því að fara  oufrlítið aftur.  Nú eru heljarmenni úr ofbeldis- og átakagreinum sest við sjúkrabeð geðsjúklinga og þurrka þeim um þvalt ennið og reka vatnsrör inn í munnvik þeirra geðveiku svo að þeir ofþorni ekki.

Þetta er gaman að heyra. Sérsveitin fer þá væntanlega drepa tímann með því að fara í reiðtúra með fötluð börn, færa öldruðum matarbox og svo framvegis í stað þess að sprauta gasi á fólk.

Dómarar kveða upp salómonsdóma um skilorðsbundið fangelsi yfir Baugsmönnum, bara til að áminna þá um að enginn sé hafinn yfir lög og rétt í landinu, og eftir sjö ára rannsókn og ofsóknir er ekki hægt annað en segja að þetta sé hófsamur dómur. Hvort hann er réttur veit ég hins vegar ekki. Dómar eru sjaldnast alveg réttir.

Þessi milda þróun aftur til þess tíma þegar hugsað var um hagsmuni fólks en ekki fyrirtækja mun sennilega halda áfram og úr því að ríkisstjórnin er úrræðalaus fara stór fyrirtæki eins og bankar að stunda súpugjafir handa almenningi sem ekki getur staðið í skilum með afborganir af húsnæðislánum.

Lág laun í Seðlabankanum virðast við því fjötur um fót að hægt verði að ráða almennilega sérfræðinga að bankanum. Þangað til væri gott að láta brjóstvitið ráða og hvíla hagfræðina.
Og lyfsalar eiga vonandi eitthvað gott í fórum sínum til að hressa upp á flóttalegan ólundarsvip ríkisstjórnarinnar.

Það tekur soldinn tíma að koma á mannúðarstefnu í þjóðfélagi sem skipti út mannúðarstefnu fyrir peninga. Það er svo skratti gaman að dansa kringum gullkálfinn.

Kreppa er verkefni sem þarf að leysa. Að fá lánaða peninga til að dansa kringum gullkálfinn er grímuball sem skilur eftir sig heilmikla timburmenn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert væntanlega að ýja að því Securitasmenn gæta sjúklinga á sjúkrahúsum rétt eins og þær séu hryðjuverkammenn. Ég var að blogga um þetta og finnst að menn eigi að rísa upp gegn stjórn Landsspítalans í þessu máli.

Nafnlaus sagði...

Las þetta blogg hans Sigurðar og verð að vera honum sammála að örygisverðir eða gas löggur eiga ekki að koma nálægt veiku fólki enfremur vill ég benda á tengls dómsmálaráðuneitis securitas og neyðarlínunar sem eru vægast sagt furðuleg

Þráinn sagði...

Ég sá ekki blogg Sigurðar heldur bara frétt um þetta. Hélt að það væri hugarfarsbreyting í gangi og löggæslumenn vildu hlynna að þeim sem þurfa á hjálp að halda í staðinn fyrir berja fólk.
Þetta var sennilega of gott til að gera verið satt.
Húmanisminn virðist vera í löngu fríi frá þessu landi okkar.

Iceland Today sagði...

Fín myndin í bannernum þarna uppi Þráinn. Þetta er einskonar leðurblöku-umferðarvarðar-elgur. Eða hvað? Ert þú hann? :)

Þráinn sagði...

Nei, Magga mín. Þetta heimilisiðnaðarmálverk sem sýnir Manninn og Konuna. Maðurinn er með horn til að stanga frá sér en hann hefur engan munn og á því erfitt með að tala um tilfinningar sínar. Konan við hlið hans heldur á rauðri blöðru, hringlaga, sem táknar lífið, lífsgleðina, hamingjuna, börnin.
Umferðarmerkið sem þau standa við í hríðarmuggunni táknar skipulagið í samfélaginu og er því ádeila á strætisvagnasamgöngur.
Í augnablikinu er ég það sem við listfræðingar köllum táknsæismálari.
Til að auðvelda mér starfið mála ég fyrst og finn svo táknin eftir á.