föstudagur, 6. júní 2008

Baugsmálið ***** fimm stjörnur

Sú atburðarás sem hefur verið nefnd Stóra Baugsmálið hefur nú runnið gegnum Hæstarétt. 


Eins og í góðri og dramatískri Íslendingasögu standa nú öll járn á hinum sakfelldu. Eftir sex ára samfelldar ofsóknir dómsmálayfirvalda er hefur aðeins tekist að festa gula stjörnu í jakkaboðung þeirra sem ætlunin var að ryðja úr vegi.

Dómstólaorustu Baugsmála er því lokið og nú tekur við lokakaflinn í þessu mikla drama. Samkvæmt reglum Aristótelesar um dramatíska frásögn ætti lokakaflinn að taka um tvö ár og verða æsispennandi, þar sem saklausir fá uppreisn æru og hinir seku fá makleg málagjöld.

En í svona stóru og nýstárlegu raunveruleikaverki er ómögulegt að segja hvað lokaþátturinn verður langur.

Sem íslenskt réttardrama fær Stóra Baugsmálið fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Og við bíðum spennt eftir sjöundu seríunni sem vonandi færir okkur hægt og bítandi að lokaniðurstöðu þessa máls.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég velti fyrir mér sá forsvarsmaður fyrirtækis eða óbreyttur borgari finnst sem ekki hefur í gegnum tíðina framið brot er varðar 3ja mánaða skilorðsbundnu fangelsi - þegar ríkissaksóknari fær 6 ára ótakmarkað skotleyfi...

Nafnlaus sagði...

Nú ætti að koma til upreisn æru sem forsetinn getur veitt og gert hefur verið að minna tilefni.það er allveg ljóst að ekkert heimilisbókhal í landinu uppfyllir kröfur ríkislögreglustjórans.

Þráinn sagði...

Já, ég er hálfsmeykur um að ákæruvaldið og Ríkislögreglustjóri og allt það batterí snúi sér næst að því að rannsaka hjá mér heimilisbókhaldið, Ekki svo að skilja að það sé neitt athugavert við það, en sex ára málarekstur fyrir öllum dómsstigum mundi leggja mig í gröfina.