þriðjudagur, 21. apríl 2009

5% múrinn klifinn! X-O!

Fylgi Borgarahreyfingarinnar er sjö prósent og tala þingmanna verður fjórir segir nýjasta Capacent Gallup skoðanakönnunin um úrslit kosninganna.


Fimm-prósenta-múrinn sem Flokkaveldið hefur reist í kringum Alþingi er ekki auðvelt að klífa, enda er fjölmiðlaumhverfi á Íslandi heldur fjandsamlegt nýrri hugsun, nýjum hugmyndum, nýrri stjórnmálahreyfingu. Þrátt fyrir þetta hefur Borgarahreyfingunni tekist að ná eyrum þjóðarinnar með þann nauðsynlega boðskap að lýðræði sé eftirsóknarverðara en flokksræði, að við þurfum stjórnlagaþing án tafar, að bregðast þurfi af alvöru við vanda heimilanna, að rétt sé að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og láta síðan þjóðina skera úr um þetta gamla deilumál.


Manneskjuleg rödd Borgarahreyfingarinnar er farin að heyrast gegnum klisjuþrugl, slagorð, yfirboð og besservisser-frasa hinnar hefðbundnu stjórnmálaumræðu. Þar sem rödd lýðræðisins fær að hljóma er ekkert ómögulegt!


X-O! Þjóðin á þing!

5 ummæli:

Unknown sagði...

Og bara byrjunin :)
Ég spái 12-15% héðan af fyrst að við erum komin þetta sterk inn og enn 4 heilir dagar til kosninga!

Nú tökum við til ÓSPILLTRA málanna :)

Heiða sagði...

Ef ég hitti þig í dag þá heimta ég gleðistríðsdans.... úti á miðjum Laugavegi!

Unknown sagði...

Ég segi öllum sem ég þekki að skila frekar auðu en að kjósa Borgarahreyfinguna. Máli mínu til stuðnings leyfi ég mér að vísa á þig.

Fólk er ekki lengi að láta sannfærast þegar rökin er þetta góð.

Glumur sagði...

O missti mitt atkvæði í gær við öfga-vinstri-græna afstöðu fulltrúa ykkar Selfossfundinum: Ekki virkja?????????????

bjarkigud sagði...

Þetta er allt að koma!!!

Niður með spillingu, óheiðarleika og eiginhagsmunapot.

X-O Borgarahreyfingin