sunnudagur, 12. apríl 2009

Meiri spillingu? Eða X-O?


Manni verður óglatt við þessar sífelldu fréttir af fjármálasukki og mútuþægni SjálfstæðisFLokksins sem og samskonar tíðindi í smækkaðri mynd af Framsókn; það höfðingjarnir hafast halda aðrir sér leyfist það!


Vonandi á eftir að koma í ljós að Samfylking og Vinstri-grænir séu ekki á mála hjá sömu öflum og hinir eldri flokkarnir og ekkert orki tvímælis í þeirra bókhaldi.


Þeir sem fyrir nokkrum vikum sáu ekki bráða nauðsyn þess að nýtt afl siðvæðingar í stjórnmálum byði fram fyrir næstu kosningar hafa nú væntanlega fengið nægilegar sannanir fyrir því að Borgarahreyfingin, öfgalaus hreyfing sem berst fyrir heiðarleika og heilbrigðri skynsemi með hagsmuni almennings að leiðarljósi, kemur fram á réttu augnabliki. Og er reyndar eini raunverulegi valkostur þeirra sem sem forðast vilja spillingu og öfgar.


Borgarahreyfingunni er ætlað að brjóta blað í siðvæðingu íslenskra stjórnmála og til þess þarf hún á þínu atkvæði að halda. Má bjóða þér áframhaldandi spillingu, eða má bjóða þér að kjósa Borgarahreyfinguna? X-O!

1 ummæli:

Unknown sagði...

VG hefur bara einfaldlega haft opið bókhald, frá upphafi jafnvel, og birt upplýsingar um alla sem gefa upp meira en hálfa milljón.