"Bankaráðsmenn Landsbankans og félög þeim tengd fengu um 40 milljarða króna lán frá bankanum á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Um þremur mánuðum síðar bættust 33 milljarðar króna á núvirði við. Á sama tíma nam eigin fé bankans 198 milljörðum króna. Ári fyrr skulduðu bankaráðsmenn Landsbankans 9,9 milljarða króna.
Heildarlánveitingar til bankaráðsins og tengdra félaga námu 49,8 milljörðum í júnílok á síðasta ári. Skuldir bankaráðsmanna hjá Kaupþingi námu 36,8 milljörðum króna en Glitnis 33,7 milljörðum." Sjá nánar á visir.is.
Borgarahreyfingin, www.xo.is, leggur á það áherslu að fjármálahrunið verði rannsakað undir stjórn erlendra sérfræðinga - og rannsakað af fullri einurð sem sakamál og eignir undanskotsmanna frystar án tafar. Losum okkur við sníkjudýr og spillingu úr þjóðarlíkamanum. X-O!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli