laugardagur, 4. apríl 2009

Endurreisnin II

Það Ísland sem við í Borgarahreyfingunni viljum hjálpa til að að reisa á rústum græðgi og mannfyrirlitningar er samfélag samábyrgðar, velvilja, heiðarleika, lýðræðis, menningar, jafnréttis og hamingju. Við höfum séð nóg til stjórnarhátta stóru flokkanna fjögurra til að vita að á þeirra stefnuskrá er “meira af því sama aftur” og treystum þeim því ekki til að láta hugsjónir okkar rætast.


Ef hugsjónir þínar um nýtt Íslands á rústum þess gamla og spillta eiga samhljóm með okkar hugsjónum eigum við samleið. 25. apríl nk. er kjördagur og þá verða lögð drög að því hvernig þjóðfélag verður reynt að reysa hér úr rústum. Borgarahreyfingin ætlar að taka þátt í þeirri uppbyggingu með þinni hjálp. Að því uppbyggingarstarfi þurfum við öll að koma. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að kjósa, X-O, og styðja Borgarahreyfinguna til þess að byggja hér upp fallegt og réttlátt samfélag.  

Engin ummæli: