miðvikudagur, 8. apríl 2009

Já, það er ennþá von

Það er ennþá von. Fyrir þá sem ekki eru orðnir heilaþvegnir og fastir áskrifendur að trakteringum fjórflokksins, úrræðaleysi, spillingu, einkavinavæðingu, embættaveitingar til vina og vandamanna, forstokkaðar skoðanir án nokkurra röksemda annarra en flokkshagsmuna o.s.frv.


Já, það er ennþá von fyrir þá sem vilja breyta til. Breyta duglega til. Breyta grundvallarrrekstri þjóðfélagsins með því að ástunda heiðarleika, lýðræði, reyna að fylgja vilja þjóðarinnar en ekki hagsmunum stjórnmálaflokka. Fyrir þá sem vilja stjórnarskrá handa þjóðinni og þjóðaratkvæði um mikilvæg mál. Fyrir þá sem vilja þjóðina á þing. Fyrir þá sem vilja byggja brú frá rústunum til Nýja Íslands, Draumalandsins.


Það er ennþá von. Kjósið burt stöðnun og spillingu. Kjósum drauminn um nýtt og friðsamt og fagurt Ísland. Kjósum með hjartanu. X-O!


Já, það er ennþá von. Borgarahreyfingin.

Engin ummæli: