miðvikudagur, 22. apríl 2009

Góð tilfinning!

X-O! Aaaalveeeg frááábææær tilfinning!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Þráinn;

Þú situr undir því hjá Þór bloggara að vera úlfur í sauðargæru.

Hann segir m.a.: "Einnig má benda á að það eru ekki allir þar sem þeir eru séðir í Borgarahreyfingunni og sorglegast er að sjá Framsóknarmanninn Þráinn Bertelsson þar fremstan á lista í höfuðvíginu í Reykjavík Norður".

Það væri gaman að sjá svör frá þér.

Hér eru skrif hans um þig: http://thj41.blog.is/blog/thj41/

Þráinn sagði...

Blessaður Hákon. Takk fyrir innlitið.

Einar sagði...

Þráinn,

ég er í sambandi við hóp sem þú kannast við, sem kallast Höndin.

Það sem ég er að velta fyrir mér, er það þjóðfélagsvandamál, að fátækt vex hröðum skrefum, vegna hraðrar aukningar atvinnuleysis. Ekkert, bendir til annars, en að sú aukning muni halda áfram, að lágmarki út þetta ár.

Spurningin er eftirfarandi:
Heldur þú, að það kæmi til greina, að safna saman hóp einstaklinga, sem geta fundið einhvern tíma aukreitis, til að veita fólki í þessum vandræðum stuðning?

Ég er að velta því fyrir mér, þ.s. þinn flokkur, Borgarahreyfingin, hefur allmarga áhugasama einstaklinga innan sinna raða, og minn flokkur, Framsóknarflokkurinn, á að minnsta kosti enn nokkurn fjölda þeirra, hvort mætti skipuleggja stuðnings-hóp í sameiningu.

Ég tek fram, að ég hef fram að þessu, einungis rætt þetta við þá einstaklinga, sem einnig eru meðlimir í Höndinni. Þar, sem þú hefur komið við sögu, verið sérstakur verndari Handarinna, skilst mér, á tímabili. Datt, mér í hug, að athuga hvort þér þætti þessi hugmynd, verð frekari skoðunar.

Ég fer fram með þessari varfærni, þ.s. ég veit að nokkurrar tortryggni gætir, og vil fyrir alla muni ekki skapa þá hugmynd, að það sé nokkuð annað að baki, en það að skoða hvort, beita megi þeim samtaka mætti sem má finna til staðar, innan þessara 2. flokka, til góðra verka.

Ég útiloka, alls ekki, að fara í samstarf við fleiri aðila, ef hlutirnir verkast þannig.

Sendu mér línu á: einarbb@gmail.com ef þér finnst hugmyndin þess leg, að vinna megi með hana frekar.

Ps: hittumst á Borgarafundinum á Naza, þ.s. þú klappaðir á öxl mína, og þakkaðir mér fyrir fundinn. Má, kalla það e.t.v. táknræna snertingu :)

Vinsamleg kveðja, Einar Björn Bjarnason

einarbb@gmail.com

Skorrdal sagði...

Til hamingju, baráttubróðir. Vonandi áttu eftir að eiga góða framtíð á þingi okkar allra.