mánudagur, 13. apríl 2009

Nýja dómstóla, nýja lögreglustjórn!

Fyrstu hundrað daga næstu ríkisstjórnar þyrfti að nota m.a. til að stokka upp skipulagið á  dómsvaldinu, til dæmis með því að hafa dómstigin þrjú  frekar en tvö. Til að koma á nýju skipulagi yrði að leggja niður störf allra dómara í Hæstarétti samkvæmt heimild í stjórnarskránni og skipa síðan í réttinn  upp á nýtt með nýrri aðferð svipaðri þeirri, sem nýju seðlabankalögin  kveða á um.


Ljóst má telja, að hvorki "vinurinn" né "frændinn" yrðu þá  endurskipaðir.


Með þessu móti væri betur tryggt, að útgefnar ákærur frá rannsóknarnefndinni og sérstökum saksóknara fengju rétta eða að minnsta kosti trúverðuga meðferð í Hæstarétti. Sams konar endurskipulagning og  endurráðningar þyrftu einnig að eiga sér stað í undirrétti.


Að þessum breytingum gerðum mætti vinda sér í að leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra og fara að huga að stofnun Lögreglumiðstöðvar Íslands.  


Markviss endurskipulagning til að losna við einkavina(frænda)væðingu í dómskerfinu myndi mælast mjög vel fyrir - og er að mínu viti réttlát hugmynd sem ég vona að sem flest ykkar geti verið mér sammála um. Spilling snýst ekki bara um að taka við skítugum peningum heldur einnig um að leiða flokkshesta til valda. Leysum þá af básnum. Gefum þeim frí.


X-O! Borgarahreyfingin - þjóðin á þing. Heiðarleiki og breytingar!

5 ummæli:

Unknown sagði...

Ágæti Þráinn. Má ég spyrja: Ertu hér á Eyjunni sem stjórnmálamaður eða sem einn af okkar bestu og merkustu rithöfundum? Ef svo er, fer það vel saman? Spyr bara t.d. í ljósi Kiljans ...

Nafnlaus sagði...

Sæll og blessaður Þráinn.

Veit ekki hvort þú hefur áhuga á að vita það, en eftir lestur yfir 1.000 Hæstaréttardóma er það mitt álit að "vinurinn" sé okkar besti Hæstaréttardómari.

Hvað finnst þér um það? Eða hefuru kannski ekki kynnt þér störf dómaranna?

krilli sagði...

Af hverju thrju domsstig? Serdu fyrir ther ad baeta einu fyrir ofan eda einu i midjuna?

mani - Skiptir ekki ollu mali, skipunin tharf ad vera edlileg. Thad tharf ad vera haegt ad bera virdingu fyrir ferlinu.

Þráinn sagði...

Ágæti Hlynur. Ég er hérna bara sem ég, mismunandi á blogginu eftir því hvað ég er að hugsa og hvernig liggur á mér hverja stund.
Ágæti Máni. Ef það kemur upp úr dúrnum að "vinurinn" sé einn besti dómarinn í Hæstarétti verður hann ekki í vandræðum með að fá vinnu í hinni nýju dómskipan - og þá ekki sem "vinurinn".
Ágæti Krilli. Þrjú dómstig til að létta byrði af hæstarétti sem iðulega lendir í því að kveða upp óvandaða dóma vegna tímaskorts. Í þessu kerfi færu aðeins stærstu og mikilsverðustu mál lögfræðilega alla leið til hæstaréttar.

Unknown sagði...

Ég er alveg sammála þér með dómstigin !

Best væri að þau væru 3 til að tryggja vandaða dóma.

Þetta þekki ég af eigin raun,mál sem fékk vandaða málsmeðferð og vel ígrundaðan dóm í Héraðsdómi.
Fékk svo skindibita afgreiðslu í Hæstarétti ( líklega vegna álags og tímaskorts)

Var ákærði sýknaður að hluta og dómur mildaður

með kveðju
A.