Það er ánægjulegt til þess að vita að prófessor Baldur Þórhallsson skuli vera kominn í framboð fyrir Samfylkinguna. Þetta var að verða nokkuð einhæft að hafa aðeins Hannes Hólmstein sem hlutlausan álitsgjafa úr hópi stjórnmálafræðiprófessora.
Sá er að vísu munur á að Baldur er alvöruprófessor en Hólmsteinn sérlegur sendikennari Sjálfstæðisflokksins í boði Birgis Ísleifs sem þröngvaði sendingunni upp á Háskóla Íslands á sínum tíma sem menntamálaráðherra. Ennfremur fór Baldur í pólitíkina eftir að hann varð prófessor, en Hannes Hólmsteinn var gerður að prófessor vegna þess að Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn heimtuðu það.
Þótt dapurlegt hafi verið að sjá hvernig Hannesi Hólmsteini var troðið inn í Háskólann með pólitísku offorsi hefur skipun hans haft þann kost að hún hefur viðhaldið kröfunni um að leggja af spilltar embættaveitingar til vina, og pólitískra vandamanna.
Háskóli Íslands hefur sett ákaflega mikið niður við þessa sendingu. Þess er skemmst að minnast þegar prófessor Hólmsteinn stal texta Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og gaf út undir sínu nafni, sem var álíka áberandi og að ræna styttunni af Jóni Sig. af Austurvelli og setja hana upp í garðinum heima hjá sér og segjast hafa búið hana til sjálfur.
En svo magnað og miskunnarlaust er hið pólitíska ofurvald Sjálfstæðisflokksins að Háskólinn gat ekki losað sig við prófessorinn - þrátt fyrir að vinnubrögð hans teljist seint “prófessjónell”.
Borgarahreyfingin, www.xo, leggur á það þunga áherslu að pólitískir flokkar lami hvorki embætti né stofnanir með skipan pólitískra einkavina í embætti hjá hinu opinbera heldur láti hæfni ráða. Við viljum losna við spillingu gamla fjórflokksins og taka þátt í endurreisn nýs Íslands með heiðarleika í stað spillingar að leiðarljósi. X-O!
2 ummæli:
http://www.youtube.com/watch?v=tVWpnUDZubk
Hvernig svararu þessu?
Grimur minn, teygðu nú úr þér í fullri lengd og hættu þessari svartsýni. Borgarahreyfingin mun frelsa fólk sem kemur úr öllum áttum. Láttu ekki þann hræðsluáróður smjúga inn hjá þér að ný framboð séu aðeins til að skemmta skrattanum. Þau eru til að taka í lurginn á fjórflokknum og sýna vilja þjóðarinnar.
Skrifa ummæli