fimmtudagur, 26. mars 2009

Borgarahreyfingin framúr Framsókn!

Verðugt takmark hjá Borgarahreyfingunni með þessu fyrsta framboði sínu væri að slá við Framsóknarflokknum sem nú mælist með 7,5% stuðning í skoðanakönnunum. Við stefnum á tveggja stafa atkvæðatölu, svo að við förum fyrst framúr Framsókn!

Saga Framsóknarflokksins á undanförnum árum einkennist af mistökum á mistök ofan, þjónkunarlund við samstarfsflokkinn, Sjálfstæðisflokk, valdagrægði og fjármálaspillingu.

Er það kannski barnaleg bjartsýni að nýtt framboð með stefnumál sem gera tilkall til lýðræðis, þjóðarvilja, góðs siðgæðis og óaðfinnanlegrar stjórnsýslu takist að komast upp fyrir eina elstu og spilltustu deild “fjórflokksins” sem hefur dregið Ísland ofan í svaðið?

Nei! Það er trú á að heilbrigð skynsemi þjóðarinnar og innri siðferðisstyrkur, krafa almennings um endurreisn nýs þjóðfélags dugi til þess að ný og óspill hreyfing fái meira brautargengi en gömul og gerspillt klíka.

Nú eru runnir upp nýir tímar. Við skulum sjálf ráða örlögum okkar og senda stjórnmálaflokkana sem sviku okkur og hugsjónir sínar í langa endurhæfingu, langt frá.

X-O. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing. Hreyfing án öfga til hægri né vinstri;  fer fram af heilbrigðri yfirvegun og skynsemi.

4 ummæli:

Bragi Jóhannsson sagði...

Kannski er þetta bjartsýni. En ég sem Sjálfstæðismaður, ætla ekki að kjósa eigin flokk í þessum kosningum.

Eins undarlegt og það kann að hljóma, þá er skortur á reynsluleysi að drepa flokkinn!!!

Þ.e. okkur vantar meira af hugsjónarfólki sem breytir hlutunum og minna af nefndarvönu fólki sem ætlar að lifa með hlutunum eins og þeir eru.

Unknown sagði...

Sæll Þráinn

Þú ert því miður á engann hátt trúverðugur í skrifum þínum.
talar um að framsókn sé spilltur o.s.fr. en samt gast þú verið í honum fyrir alls ekki svo löngu.
ég er svekktur, hefði viljað sjá þig standa við framboð þitt hjá flokknum, það eru góðir hlutir að gerast hjá framsókn þessa dagana. en auðvitað taka góðir hlutir langann tíma og þó að fylgi flokksins stökkvi ekki upp í þessum kosningum að þá höldum við framsóknarmenn ótrauðir áfram í trú okkar á öfgalausu miðjustefnunni.

það er aldrei of seint að koma heim aftur þráinn.

kv. einar freyr

bladurskjodan sagði...

tökum einar á orðinu og tökum það rólega exbé verður ekkert spillingarbæli eða lítið eftir 90 - 100 ár ég mæli með XO þangað til
kv Tryggvi

pjotr sagði...

Sama hvað þið kjósið - bara ekki Sjálfstæðisflokkinn