Ef þú ert loksins búin(n) að fá nóg af ráðleysi og spillingu frá fjórflokknum, Framsókn, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki (Flokknum) og Vinstri-grænum þá er kominn fram á sjónarsviðið nýr valkostur handa þeim sem ekki vilja kasta atkvæði sínu á glæ í næstu kosningum. Valkosturinn heitir “BORGARAHREYFINGIN” og um þessa hreyfingu má lesa nánar á heimasíðunni, www.xo.is Borgarahreyfingin vill að stjórnmálamenn geri sér ljóst að þeir eru kosnir til að stjórna samkvæmt vilja þjóðarinnar en ekki til að stjórna þjóðinni samkvæmt sínum duttlungum eða hagsmunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% atkvæðisbærra manna eftir því. Kjördæmaskipun verði breytt og vægi atkvæða sömuleiðis: einn maður, eitt atkvæði. Tryggð verði skipting milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, t.d. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Eilífðarsetur aflagðar: Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn (að dómurum undanskildum) sitji í mesta lagi í átta ár eða tvö tímabil samfellt. Dómarar verði ráðnir vegna faglegra verðleika ekki vegna frændsemi eða flokksskírteina. X-O! Borgarahreyfingin - þjóðin á þing. Ekki kasta atkvæði þínu á glæ enn eina ferðina með því að kjósa flokkana sem hafa skilið Ísland eftir spillt, fátækt og ærulaust. Við í Borgarahreyfingunni erum venjulegt fólk án hagsmunatengsla við klíkur og fyrirtæki. Við þurfum á þínu atkvæði að halda til að endurreisna hér gott og heiðarlegt þjóðfélag. X-O! Lifandi lýðræði!
fimmtudagur, 26. mars 2009
X-O! Nóg komið af spillingu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
heyr heyr
Mitt atkvæði mun renna til ykkar og ég ber út boðskapinn:)
Heill og sæll
Því miður, þó ég get verið sammála Þór Saari um margt þá get ég ekki sætt mig við að öll völd færist til Reykjavíkur, eins og hann vill með endurskoðun kosningalaga í stjórnarskrá.
Skila því að öllum líkindum auðu.
Skrifa ummæli