Fjórflokkarnir: same old, same old, same old... Ertu nógu ruglaður/heittrúaður til að kjósa aftur fjórflokkinn sem kom þér í þessa stöðu? Eða er kominn tími til að tengjast nýrri, frjórri hugsun - nýju stjórnmálaafli? Heimili á heljarþröm: Tafarlausar neyðarráðstafanir í þágu heimila. Færa vísitölu verðtryggingar handvirkt til 1. jan. 2008. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 3%. Afborgunum af húsnæðislánum verði hægt að fresta. Afnema verðtryggingu. Fella niður allt að 25% af uppsöfnuðum höfuðstól íbúðalána upp að þaki sem verður sett við 50 milljónir kr. Dæmi um niðurfellingu af húsnæðislánum: Íbúðalán tíu milljónir, niðurfelling tvær og hálf milljón; 50 milljón króna lán fær niðurfellingu að upphæð 12,5 milljónir; kr. 100 milljón kr. lán fær á sama hátt niðurfellingu upp á 12,5 milljónir króna eða 25% af hámarkslánsfjárhæð sem er 50 milljónir o.s.frv. Auðvitað eru fleiri leiðir færar til að forða frá fjöldagjaldþroti heimila þótt ríkisstjórnin sjái enga leið nema fram og aftur blindgötuna. Hvað gerðist? Ýtarleg rannsókn undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga á efnahagshruninu verði gerð fyrir opnum tjöldum. Eignir auðmanna frystar meðan á rannsókn stendur. Stjórnmálamenn eru spilltir. Upplýsingaleynd er ósiður frá fyrri öldum. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla. Engin leyndarmál. Kosningalögin eru úrelt. Ný kosningalög. Einn maður eitt atkvæði. Auðlindir landsins á ekki að framselja. Notum tækifærið, þjóðnýtum fiskikvótann. Stjórnarskráin er úrelt. Landsmenn semji eigin nýja og nútímalega stjórnarskrá. Köllum saman Stjórnlagaþing í haust. Ráðherrar hafa alltof mikil völd. Alþingi er stimplunarklúbbur fyrir ráðuneytin. *Lýðræðisumbætur strax: Persónukjör, tryggt verði að ný framboð fái stuðning til jafns við starfandi stjórnmálaflokka og að öll framboð fái sama tíma í fjölmiðlum. Ráðherrar sitji ekki á þingi. Landsmenn semji eigin stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Svar: BORGARAHREYFINGIN - LIFANDI LÝÐRÆÐI Við viljum byggja upp íslenskt þjóðfélag svo að við þurfum ekki að skammast okkur gagnvart börnum okkar og komandi kynslóðum. X-O BORGARAHREYFINGIN P.S. Er ekki kominn tíma til að tengja, kveðja fjórflokkinn/sértrúarsöfnuðinn og verða frjáls maður í frjálsu landi?
fimmtudagur, 19. mars 2009
TÍMI TIL AÐ TENGJA OG LOSNA VIÐ SPILLINGU, VANTRAUST, LEYNIMAKK, BANKALEYND, KLÍKUR, SKATTASKJÓL, STÓRÞJÓFA OG RÆNINGJA, AUKA LÝÐRÆÐI O.FL., O.FL.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli