föstudagur, 27. mars 2009

Framfarir - ókeypis! X-O!

Einn af fjölmörgum kostum þeirra tillagna sem Borgarahreyfingin hefur lagt fram til þess að rífa Ísland upp úr spillingu, ranglæti og eymd er sá að það kostar minni fjármuni að reka óspillt þjóðfélag heldur en gjörspillt.

Það kostar ekki neitt að takmarka embættistíma alþingismanna og ráðherra við átta ár. Það kostar heldur ekki neitt að koma í veg fyrir að æðstu embættismenn ríkisins, löngu útbrunnir, sitji ævilangt við kjötkatlana.

Ein helsta aðferð sem býðst í fámennu þjóðfélagi til að takmarka og koma í veg fyrir spillingu er að takmarka embættistíma manna, þannig að allir viti frá byrjun að um ákveðinn hámarkstíma í embætti verður að ræða, og sá eða sú næsta sem kemur mun hafa opin augun fyrir því hvort embættinu hafi verið sinnt af löghlýðni og samviskusemi.

Virkt og lifandi lýðræði er á stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar. X-O!

Það kostar ekki neitt, heldur sparar það peninga.

Engin ummæli: