þriðjudagur, 17. mars 2009

"Þráins tilbrigðið" - skjaldborg um heimilin

Sú sjálfsagða lausn sem ég hef á því “að slá skjaldborg um heimilin” einsog Samfylkingin talaði um en þorir ekki að gera og gengur út á að taka "Þráins-tilbrigðið" við gambít Framsóknarflokksins og Tryggva Þórs Herbertssonar um 20% flata niðurfellingu skulda.

 

Mín varíasjón við þessa hugmynd hljóðar upp á 25% flata niðurfellingu skulda af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til hvers skuldara en niðurfelld upphæð skal aldrei nema hærri upphæð en 12,5 milljónum (sem eru fjórðungur af 50 milljón króna húsnæðisskuld). 


Ég sé ekki ástæðu til að hafa fyrirtæki inn í þessu, þau eiga aðra fjármögnunarmöguleika en fjölskyldurnar í landinu, og allrasíst langar mig að gefa auðmönnum marga tugi milljóna í niðurfellingu á braski og bruðli með íbúðarhúsnæði. Þess vegna þetta hámark. 


Ég held að svona eftirgjöf, niðurfelling hefði gífurlega þýðingu fyrir almenning fjárhagslega og ennþá fremur á þjóðina alla sálfræðilega: Loksins einhver áþreifanlegur vottur þess að eitthvað sé verið að gera fyrir almenning til að lina þrautirnar.


Og að þessu sögðu ætla ég í framboð til Alþingis! Þráin á þing!


2 ummæli:

Bjarni sagði...

Sjáðu til minn kæri nágranni, eða svona hérumbil nágranni.

Ef á að gera eitthvað fyrir grunneiningu þjóðfélagsins sem ég tel vera Fjölskylduna, ber að hafa eitt og aðeins eitt í huga.

Við eru emmert að gera FYRIR fjölskyldurnar. -- við erum að ganga erinda þeirra og verja rétt þeirra.

Mín varíasjón er þessi.

Komið hefur glöggt í ljós, að Verðtryggignarlögin voru mistök og urðu að skrímsli sem hefur verið notað til að ræna annann aðila samniga (nefnilega skuldarann) um lán, eigum sínum.

Það er bannað að fikta í samningum, sem eru undirskrifaðir það er, aðilar EIGA að vera jafnsettir.
Hér hófu Lífeyrissjóðir að fikta í eiginfja´rstöðu sinni með því að fá leyfi til að ,,dreyfa áhættu sinni" með því að kaupa verðbréf og lána fé í útlöndum. Allt voða voða ,,faglegt" og flott.

Alþingi varð við þvi og leyfði það.
óðar varð árás gerð á krónu okkar og Verðtryggingarstuðullinn rauk upp og þannig hækkaði höfuðstóllinn og ,,verg eign" í íbúðarhúsnæði lækkaði til jafns en afborganir ruku upp (1989)

Svo gengum við í EES án varna. ÞAnnig smituðumst við af ólæknandi vírus, (svona eins og skyndikynni í bríma hafa stundum í för með sér)
vírusinn réðst á allt kerfi þjóðarlíkamans Fjölmiðla, Höfuðstóla og FJÓRFRELSIÐ KYNTI UNDIR og allir tóku að dansa í takt, nema sérvitringar á borð við mig, sem nöldraði um TVÍHLIÐA SAMNIGNA og eðlilegar girðingar í fjárflutnignum sakir smæðar og umkomuleysis þjóðarinnar.

Allt slíkt var kært.

Svo tóku bankarnir að gera árásir á krónu með skelfilegum afleiðingum og nú hin síðari ár ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA ALLTAF FYRIR ÚTREIKNINGA VÍSITÖLU.

Nú kemur versjónin.


FÆRA VÍSITÖLUNA AFTUR TIL ÁRAMÓTANA 1997 -8 ÞANNIG AÐ VERÐBÓTAÞÁTTURINN VERÐI SÁ SEM VAR 01.01. 1998

Því hitt er í það minnsta þjófagóss og svik á samningum og lántakendur því lausir þeirra mála sem af kynnu að leiða.
Þar sem lög um samninga var freklega brotin.

Miðbæajíhaldið
sérvitringur af verri sortinni.

Guðrún Helga Ástríðardóttir sagði...

Frábær tíðindi!

Kv. Jóhann Gunnar