laugardagur, 28. mars 2009

Ekki kyssa á vöndinn! X-O!

Fjórflokkarnir sem ýmist bera ábyrgð á hruninu hérna með beinum stuðningi við það eða aðgerðaleysi og andvaraleysi falast nú eftir atkvæðum okkar til að halda áfram tilraunum sínum með íslenskt þjóðfélag.

Það er með hreinum ólíkindum að áhangendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem voru höfundar og framkvæmdaaðilar að hruninu skuli mælast tæp 37% í skoðanakönnunum. 37% fyrir að hafa selt bankana í hendur flokksbundinna fjárglæframanna, einkavinavætt þá og horft síðan á þá rústa samfélaginu og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Að kjósa kvalara sína virðist ætla að verða ný þjóðaríþrótt hjá rúmlega þriðjungi kjósenda. Maður spyr sig, hvaða stuðning þessir flokkar væru að fá ef þeim hefði tekst að gera alla atvinnulausa og setja öll fyrirtæki á hausinn í staðinn fyrir flesta atvinnulausa og flest fyrirtæki á hausinn. Hefðu Flokkurinn og Framsókn þá fengið yfir 50% í skoðanakönnunum hjá þeim sem trúa á þessa flokka í blindni eins og aðrir gera á trúfélög eða íþróttafélög?

Það eina jákvæða við þessa skoðanakönnun er að Borgarahreyfingin heldur stöðugt áfram að fikra sig upp skalann eftir því sem stofnun flokksins og hugsjónir spyrjast víðar út. 

Skilaboð Borgarahreyfingarinnar til fjórflokksins og trúarhópanna að baki þeim: Á sama hátt og þið lögðuð landið í rúst og niðurlægingu ætlum við að hefja það til vegs og virðingar á ný. Í stað spillingar og einkavinavæðingar kemur siðferðileg réttsýni og samfélagslegt réttlæti.

X-O! Kjósið Borgarahreyfinguna, uppbyggingaröflin. Kastið ekki atkvæði ykkar á glæ með því að kjósa yfir ykkur niðurrifsöflin á nýjan leik.

1 ummæli:

Bragi Jóhannsson sagði...

Það eru bara 37% þeirra sem svara þegar svörun við skoðunarkönnunum eru í sögulegu lágmarki á íslandi sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Það er ykkar starf að fá fólk eins og mig sem getur ekki hugsað sér að kjósa neitt í augnablikinu til að taka þátt. Það er meira en 37% sem eru í þeim sporum.