föstudagur, 12. desember 2008

Alveg táknrænt fyrir Sollu og Samfó

Ingibjörg Sólrún segir að hátekjuskattur sé bara táknrænn. 


Ég vissi að hún þorir hvorki nú né síðar að blaka við misrétti hér á landi en hélt þó að hún vogaði sér að sýna jafnaðarvilja sinn með táknrænum hætti, enda virðist Samfylkingin einkum beita sér fyrir táknrænum velvilja til hinna vinnandi stétta.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Nú nú, er nú moldin farin að rjúka í logninu?

Svo virðist af lestri nafna míns Nafnlausa hér að framan.

Eins og hátekjuskattur er táknrænn, verður atkvæði mitt líka næst þá ég má merkja við.

EIns verðurr með mig og marga aðra, sem stoppuðu í þroska um miðja síðustu öld, svona laust eftir að hafa fæðst, við náum fram að lokum.

Ég er eins og eigandi síðu þessarar, --afar seinþroska -- en er frin að fatta eitt.

EFtir því sem maður getur gert meira af sér, fær maður meiri monney-pening í laun og greiðslur, sem Skatinum kemur ekki par við.

Siggi getur látið Kaupþing kaupa ljót hús í Bretlandi og borgað til baka með föllnum spýtum,--meina pappírum, í Kaupthingi banka.

Galdarmaður sem galdarar svona hipp hipp Barbabrella, komin ljót ,,höll" upp ú rþurru, ekki getur verið, ---samkvæmt skattframtali og greiðslum hans til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar, svonefndrar samneyslu, ---að hann eigi péning fyrir þessu.

En Grow up og allt það.

með blíðu kvaki um góða helgi og rólega við bókalestur og smákökuát.

Nafnlausi Bjarni
nefndur Mibbó (alias Miðbæjaríhaldið)

Nafnlaus sagði...

Samfylkingin hefur staðið sig býsna vel að undanförnu við erfiðar aðstæður og þá ekki síst Ingibjörg Sólrún.

Andstreymið sýnir miklu betur hvaða töggur er í fólki heldur en meðbyrinn.

Sé ekki betur en Samfylkingin sé að standa sig í þessari prófraun þó einhver mistök séu gerð. Það er ekki að undra við þessar aðstæður þegar skjótra ákvarðana er þörf.

Greinilegt er að nú eru þeir í forgangi sem minna mega sín og er það þörf breyting frá fyrri stjórnum.

Nafnlaus sagði...

Furðulegt að sósíaldemókratismi gengur einmitt út á tekjujöfnun með skattlagningu, þ.e. kjör fólksins séu jöfnuð með skattþrepum.
Er hún þá að segja að jafnaðarstefnan sé bara tákrænt bull?

Nafnlaus sagði...

Ha hefur Ingibjörg staðið sig vel??
Þið hljótið þá að vera að tala um þessa hluti hér, ekki satt ?
Háð gegn almenningi
Skattahækkunum
Upplýsa ekki Ráðherra í sínum flokki um mál sem þá varðar þeirra ráðuneyti
Að fara ekki eftir varnaðar orðum um yfirvofandi bankahrun
Koma vinkonu sinni í góða stöðu í sínu ráðuneiti
Þykjast vera að draga úr þennslu síns ráðuneytis
Fara sparlega með fé ríkisins í vonlausu framboði til öryggisráðsins
Að tala um að það sé bara til ein lausn við öllu
Standa í smjörklípu stríði innan ríkistjórnarinnar um seðlabankastjóra
Ferðast um í einkaþotum
Vernda Bónusfeðga

Nafnlaus sagði...

Og segja svo við fólk á borgarafundi: ,,Þið eruð ekki þjóðin."

Unknown sagði...

Og segja að hún vilji breyta eftirlaunafrumvarpinu svo það verði "meiri jöfnuður" á milli almennings og þingmanna.

Hvernig ætli henni hefði gengið í Kvennalistanum hefði hún boðað "meira jafnrétti"?

Þráinn sagði...

Nafnleysingjum er velkomið að skrifa athugasemdir á síðuna mína, hins vegar áskil ég mér allan rétt til að fjarlægja athugasemdir sem eiga ekkert skylt við vitsmunalega umræðu.

Nafnlaus sagði...

...er þeir í forgangi sem minna mega sín...?????

Ég á ekki eitt orð til að lýsa vonbrigðum mínum með Sollu og Samfylkinguna í ríkisstjórn. Mér finnst alltaf eins og þeir séu búnir að kaupa hana, eða sprauta með lyfjum, eða hún sé veik eða....

Nafnlaus sagði...

Hef sagt það áður og segi það enn - samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn laðar það versta fram í Samfylkingunni.
Aumingjans kjósendur þessa flokks sem voru sviknir um drauminn um alþýðuvinsamlega stjórn til tilbreytingar, en fengu í staðin viðhafnarútgáfu af strórnum fyrri ára - stjórn sem er að færa okkur nær og nær fasisma.
Pjotr

Nafnlaus sagði...

Ég hef verið stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar, en ég fylgi henni ekki upp á síðkastið. Það virðist vera henni mikið kappsmál að halda ríkisstjórninni við völd. Hvers vegna skil ég ekki? Ég vil fá að neyta kosningaréttar míns í samfélagi sem hefur breyst í grundvallaratriðum. Ég vil eygja von. Ef Ingibjörg Sólrún les þetta: "Slepptu takinu og treystu okkur".

Nafnlaus sagði...

Stjórnarandstaðan er þvílíkt léleg sem eitt getur verið. Það er nægileg ástæða til að halda stjórnarsamstarfinu áfram þrátt fyrir DAO.

Steingrímur Jóhann er reyndar sérlegur stuðningsmaður hans og krónukvikindisns.

Nafnlaus sagði...

Leggur lóð á vogaskál JÁJ

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góðan lestur og vinalega nærveru í dag Þráinn. Lesturinn vakti áhuga minn á þessum bókum þínum.
Kær kveðja,
air

Nafnlaus sagði...

Hvað sem pólitíkusum líður, þá er ég afskaplega sáttur við þína hressandi pistla, Þráinn Bertelsson.