laugardagur, 27. desember 2008

Líkklæði með vösum

"Einkarekin líkhús" er nýjasta snilldarhugmynd BB dómsmálagenerálsins okkar. Bæði opnar þetta skemmtilega rekstrarform möguleika á huggulegum bílskúrsiðnaði og gefur auk þess langþráða möguleika á því að einkaaðilar bjóði efnaðri viðskiptavinum sínum loksins upp á líkklæði með vösum.

1 ummæli:

pjotr sagði...

Já sko...
Í þessari pólitísku gúrkutíð er ekkert óeðlilegt að menn hugi að smærri málum. Hann er nú einusinni kominn á þann aldur blessaður karlinn. Ætli það sé hægt að fá kistu með hlerunarútbúnaði ?