mánudagur, 15. desember 2008

Egglos

Eftir myndum að dæma af egginu sem Ólafur Ragnar varp í fang Hillary er ekki að sjá að mikið sé bruðlað á Bessastöðum, því að eggið lítur út fyrir að vera heimatilbúið föndur eða af vernduðum vinnustað.


Það er ekki hægt að lá Hillary að hún skuli ekki hafa treyst sér til að setja upp þennan ófögnuð heima hjá sér, enda þekkja margir það vandamál sem hlýst af því þegar nánir ættingjar eða kærir vinir fara að velja handa manni heimilisskraut í óvenjulegum sjetteringum að sínum smekk.

Þótt nú séu samdráttartímar ætti forsetaembættið þó ekki að hika við að bjóða í eggið, allt upp að 51 dollar, og fela Sorpu að losa veröldina við þetta vandræðaegg með áfestu skjaldarmerki þjóðarinnar og innsigli forsetaembættisins. 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru margir seinþroska,góðir listamenn. Veist þú hver er gerandi þessa eggs.

Þráinn sagði...

Nei, ég hef ekki hugmynd um það. Hugsanlega fylgir það sögunni á eBay þar sem gjöfin er til sölu.

Nafnlaus sagði...

Það er Gler í Bergvík sem gerði þennan skúlptúr, og myndin sýnir illa þá fegurð sem liggur í vinnunni hjá þeim.

Sigrún og Sören sem núna er látin, unnu saman að þessu eggi, og það má með sanni segja að þau hafi verið bestu glerlistamenn Íslands.

Kíkið endilega á heimasíðuna
http://www.gleribergvik.is/index.html

Kv Friðrik