miðvikudagur, 31. desember 2008

"Catch 22" í VR-lýðræði

Til að tryggja stöðugleika í stjórn VR skal Nýársfundur, sameiginlegur fundur trúnaðarráðs og trúnaðarmanna - sem sé mötunauta Gunnars Páls formanns við jólaborðið sem hann lét VR bjóða sveinum sínum - gera tillögu um skipun í öll embætti sem í kjöri eru hverju sinni.

Þetta hlífir VR meðlimum við því að þeir sem eru á móti stjórninni þurfi að ómaka sig til að bjóða sig fram gegn henni, því að "Catch 22" í VR er að þeir sem eru á móti stjórn félagsins eru þar með vanhæfir eða óhæfir til þess að fá að bjóða sig fram á móti henni.

Með blessun og undir eftirliti Alþýðusambands Íslands hefur VR því tekist að koma á hjá sér því sem margir kalla "stöðugt lýðræði" eða jafnvel "óhagganlegt lýðræði".

4 ummæli:

Guðmundur sagði...

Sæll Þráinn

Mig langar til þess að fá upplýsingar sem við í Rafiðnaðarsambandinu höfum ekki fengið, erum þó fullgildir meðlimir í ASÍ.

Hvar var blessun ASÍ á hátterni formanns VR og þá um leið varaformanns Sjálfstæðisflokksins auk annarra sem hafa skammtað sér einkaaðgang að skuldajöfnunar strokleðri Kaupþings afgreidd innan ASÍ?

Mér er vel ljóst að við rafiðnaðarmenn erum ekki nema um 7% lítil prósent af ASÍ, en ættum þó að þó ekki væri nema aftrit af þessari blessun sent á letterspappír í pósti.

Ég veit að lögmenn ASÍ fylgjast með því að öll aðildarfélög innan ASÍ fari að settum lögum viðkomandi stéttarfélags um kjör og atkvæðagreiðslur. Mér er ekki kunnungt um önnur afskipti ASÍ af ákvörðunum VR.

Það eru félagsmenn VR einir sem geta kosið sínar stjórn og embættismenn. Auk þess eru það félagsmenn VR sem einir geta sett sinni stjórn og embættismönnum starfsreglur.

Við félagsmenn annarra stéttarfélaga hvort sem það er nú innan ASÍ eða annarra sambanda eins og BSRB, KÍ eða BHM höfum ekki aðkomu að ákvörðunum VRinga.

Í Rafiðnaðarsambandinu er okkur starfsmönnum og kjörnum fulltrúum settar skýrar starfsreglur af félagsfundum. Félagsmenn annarra stéttarfélaga þar á meðal VR hafa engan aðgang að þeirri ákvarðanatöku, enda myndum við aldrei líða það og ég er viss um að VRingar eru sömu skoðunnar.

Það er á þessum forsendum sem okkur innan Rafiðnaðarsambandsins leiðst mikið að vera bendlað með óbeinum hætti við VR uppákomuna.

Við rafiðnaðarmenn höfðum enga aðkomu að því frekar en ég og þú höfðum aðkomu að ákvarðanatöku fjármálaguttanna 30 og þeirra sem hafa sett upp hina "snilldarlegu!!" efnahags- og peningastefnu Sjálfumgleðiflokksins

En ég sendi þér þakkir fyrir prýðileg innlegg í umræðuna og þá um leið óskir til þín og þinna um betri og réttlátari tíð á komandi ári

Guðmundur G. rafvirki og verkalýðsforkólfur

Þráinn sagði...

Kæri Guðmundur. Þakka þér fyrir góða athugasemd.
Sú blessun ASÍ sem ég vísa til er að VR hefur komið sér upp kosningareglum sérhönnuðum til að koma í veg fyrir mótframboð og eiga að tryggja það sem spunarokkar kalla "stöðugt lýðræði". Einhver nefnd frá ASÍ sem ég veit ekki hvort heitir kjörnefnd fylgist síðan með því að kosningar fari fram samkvæmt þessum leikreglum og blessar yfir sé þeim fylgt.
Langar svo að þakka þér þín góðu skrif á netinu og víðar og ítreka að ég harma það hversu fáir verkalýðsleiðtogar líkjast þér.
Gleðilegt ár!

Þráinn sagði...

Sæll aftur, Guðmundur. Það var ekki þessi lognmolla um "þessi mál" og "draga fram í dagsljósið" sem ég var að vísa til:

"Yfirlýsing miðstjórnar ASÍ vegna kaupréttarsamninga

Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í dag var fjallað um kaupréttarsamninga æðstu stjórnenda í bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Miðstjórn ASÍ lýsir furðu og hneykslan sinni á því hvernig mál gengu fyrir sig í aðdraganda að falli bankanna. Alþýðusambandið hefur í mörg ár gagnrýnt fyrirkomulag kaupréttarsamninga og leggur ASÍ þunga áherslu á að þessi mál sem upp hafa komið síðustu daga verði rannsökuð ofan í kjölinn og hið sanna dregið fram í dagsljósið. Allt annað eykur aðeins á þá þungu reiðiöldu sem kraumar nú í samfélaginu og er ekki á bætandi.

Alþýðusambandið lítur á það sem sitt hlutverk að ganga eftir því að fram fari vandað og fordómalaust uppgjör á því hvers vegna þjóðin er komin í þessa stöðu. Gera þarf upp allar hliðar þessa máls. Hlutverk fjármálastofnana, ríkisstjórna, Seðlabankans og allra annarra megingerenda í atburðarásinni. Lagt er til að fengnir verði óháðir sérfræðingar í þetta verkefni, bæði innlendir og erlendir.

Herða þarf regluverk banka og fjármálafyrirtækja gagnvart ráðgjöf til einstaklinga, auka eftirlit og heimildir eftirlitsaðila. Byggja þarf upp traust á Seðlabanka Íslands og stjórn hans. Í því sambandi er mikilvægt að tryggja fagmennsku í stjórn bankans og taka verður til gagngerar endurskoðunar hvernig staðið er að ráðningu bankastjóra."

Unknown sagði...

ASÍ,VR og LV.....
Hvar á maður eiginlega að byrja..
Ingibjörg varaforseti ASÍ og stjórnarmaður í LV með skrifstofu hjá VR, kvittaði undir ofurlaun Þorgeirs forstjóra með bros á vör og hefur setið við hlið Gunnars Páls sem sat fyrir þeirra hönd í stjórn gamla kaupþings. Sem stjórnarmaður undanfarinna ára í LV hefur hún því athugasemdalaust kvittað undir vafasama kaupréttarsamninga, ofurlaun stjórnenda, niðurfelingu ábyrgða vildarvina og lykilstjórnenda fyrir hönd launafólks. það er því alltaf frekar broslegt að sjá ASÍ skötuhjúin Gylfa og Ingibjörgu mótmæla eigin gjörningum enda eru þau strengjabrúður SA frekar en málsvarar réttlætis.
Veit ekki hvort Ingibjörg skilji þá ábyrgð sem felst í því að vera stjórnarmaður, eitt er víst að hún er í fleiri stjórnum og nefndum en fingur beggja handa geta talið og í ljósi þess kanski skiljanlegt að hún hafi ekki tíma né krafta til að sinna smærri málum eins og réttindabaráttu launafólks.

Ragnar Þór Ingólfsson