miðvikudagur, 31. desember 2008

Að spara piparúðann

Það verður að fara að smækka skammtana af piparúða og táragasi við lögregluna. Of margir í því liði halda að þessi efni séu framleidd svo að löggan geti skeytt skapi sínu á almenningi.


Á undanförnum mánuðum hefur lögreglan beitt vaxandi ofbeldi - sem mun fara mjög alvarlega úr böndunum ef ábyrgir aðilar reyna ekki að rifja upp fyrir löggunni að hún er til að þjóna almenningi en ekki til að sprauta á hann piparúða. Jafnvel minniháttar mótmælaaðgerðir vopnlauss fólks kalla á yfirgengilega taugaspennt og ofsafengin viðbrögð, rétt eins og meirihluti lögregluliðsins hafi etið stera sér til óbóta.

3 ummæli:

Birgitta Jónsdóttir sagði...

Það var ótrúlegt að sjá á andlitum þeirra hve þeir fyrirlitu okkur fyrir að beita okkar lýðræðislega rétti til friðsamlegra en háværra mótmæla... og þeir eru svo sannarlega sumir á of stórum steraskammti...

ég hef reynt að sýna þeim vott að mennsku en þeir haga sér eins og ófreskjur við mótmælendur og það ber ekki að líða.

Unknown sagði...

paradísarvíti!

Shirokuma Brynjarsson sagði...

Þeir verða bráðum búnir með gasið. Og hvað þá? Þá held ég að þeir megi fara að passa sig.