þriðjudagur, 23. desember 2008

Lúxus veikindi skattlögð

Þann lúxus að leggjast inn á hinar dýru heilbrigðisstofnanir í landinu í stað þess að taka magnyl og vatnsglas og þrauka heima hjá sér á nú að skattleggja upp á 360 milljónir til viðbótar þeim ýmsu gjöldum sem nú eru innheimt á heilbrigðisstofnunum.


Það er ekki hlaupið að því að ná fé af sa. 32 þúsund sjúklingum sem leggjast eins og greifar inn á heilbrigðisstofnanir og hefur því verið brugðið á það ráð að reyna á hugkvæmni heilbrigðisráðherra sem fær frjálsar hendur til að leggja ný gjöld á sjúklinga og hækka þau gjöld sem fyrir eru.


Til að forðast að um geðþótta-ákvarðanir verði að ræða kæmi til greina að verðleggja gjöldin eftir sjúkdómsástandi viðskiptavina: því alvarlegri sjúkdómur því hærri gjöld. Ekkert hefur þó verið endanlega ákveðið nema hvað gjöldin skulu hækka verulega svo að fólk sjái sér ekki leik á borði að skrópa frá kreppunni með leggjast í rólegheitum inn á sjúkrahús.

Engin ummæli: