Nú eru farnir að tínast til byggða þeir góðu drengir sem munu skipa ríkisstjórn landsins og sitja að völdum yfir hátíðirnar frá aðfangadegi fram á þrettánda. Svo er sagt að ekki muni allir hinir lúnu og löskuðu meðlimir þeirrar ríkisstjórnar sem er á leið í jólafrí eiga afturkvæmt í embætti að loknu fríi. Rætt er um að tveir óhæfir ráðherrar sem mjög oft hafa ofboðið þjóðinni verði látnir hætta; þeir Björn Bjarnason generallissímó og Árni Mathiessen sem verið hefur pólitískt lík síðan hann gerði fyrrnefndum Birni þann greiða að skipa ákveðið stórættað ungmenni í héraðsdómaraembætti umfram marga hæfa umsækjendur.
Til að vega upp þá pólitísku skekkju sem ríkisstjórn G. H. Haardes verður fyrir af því að missa tvo óhæfa ráðherra er einnig rætt um að reka tvo prýðilega hæfa ráðherra til að viðhalda pólitísku jafnvægi innan stjórnarinnar. Hinir hæfu ráðherrar sem helst kemur til greina að fórna á altari helmingaskipta eru Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra sem hefur unnið sér það til óhelgi að nenna ekki í heilt ár að heimsækja Davíð Oddsson á sjúkrastofu hans undir Svörtu loftum, og Þórunn umhverfisráðherra sem hefur þá tvo pólitísku veikleika að vera kona og umhverfisráðherra.
11 ummæli:
Þráinn!
Getur þú upplýst þessa þætti hér að neðan með ábyrgum hætti og svarað því sem þar er spurt um?
Mér finnst full ástæða til að þetta komi opinberlega fram því mikið hefur verið talað um forsetaembættið og kostnað þar af lútandi.
Ég sendi Agli Helgasyni, ritstórn Morgunblaðsins og ritstjórn DV eftirfarandi fyrirspurnir (að neðan) en hef ekki fengið nein svör.
Getur þú ekki kannað þetta og birt því um þetta er dylgjað í netheimum. Sjálfur þekki ég ekki svörin en tel að þessu verði að svara og upplýsa í eitt skipti fyrir öll.
Langar að beina eftirfarandi fyrirspurnum til blaðsins varðand forsetaembættið hér á landi:
1. Er það rétt að Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, hafi þegið styrk frá ríkinu (skattgreiðendum) upp á 1.5 milljón króna á mánuði sem gerir 18 milljónir króna á ári síðan hún lét af störfum sem forseti?
2. Ef rétt, leggst þessi styrkur þá ekki ofan á þær lífeyrisgreiðslur sem hún hafði áunnið sér á meðan hún sat sem forseti?
3. Hver tók ákvörðun um þessar greiðslur á sínum tíma og á hvað forsendum?
4. Hvenær hættu þessar greiðslur til hennar eða fær hún þær enn? Ef já, á hvað forsendum?
5. Hvað er sú heildartala komin í samtals í dag sem frú Vigdis hefur þegið frá skattgreiðendum frá því hún vék úr embætti?
6. Eru einhver fordæmi fyrir svona greiðslum/styrkjum til fyrrverandi forseta Íslands?
Vonast til að þið aflið þessarra upplýsinga og birtið þær jafnframt á bloggi þínu ef þú getur þvi þetta þarf almenningur að fá að vita strax.
Með vinsemd og virðingu,
F
Ágæti F?
Um leið og þú gefur mér upp nafn og heimilisfang þá skal ég um hæl birta þessar uppl.
Kveðja Þ
LAs pistil þinn nokkuð rólegur en svelgdist ægilega á orðunum Hinir HÆFU.......
Helvíti gott Kaffi fyrir lítið.
Svo komst ég auðvitað að því, að þér væri svosem ekki sjálfrátt, þú hefðir jú sjálfur sagt ítrekað, að þú væriar afar seinþroska.
Svo mun vera rétt, ef miðað er við þessi orð sem þú hafðir um Samfóliðsins Björgvin, og Þórunni.
Jæja, best að fara að þurrka upp Kaffisvetturnar sem eru gersamlega út úm allt hér við Tölvu ræksnið mitt.
Nafnlausi Bjarni
Alias
Miðbæjaríhald
Get svo sem vel tekið undir að Þórunn virkar vel í sínu starfi...
En hvað er það nákvæmlega sem gerir Björgvin Sigurðsson hæfan? Það að vita nákvæmlega ekkert um það sem gerist í hans málaflokki? Það að neita að axla sjálfsagða pólitíska ábyrgð á því að heilt bankakerfi hrundi - bankakerfi sem heyrði undir hann? Það að leyfa FME að skipa gamla glæpahyskið í skilanefndir bankanna möglulaust? Það að hlusta ekki á háværar raddir þjóðarinnar sem krefjast breytingar í FME? Spurningin er ekki hvað geri hann vanhæfan, heldur hvað geti mögulega gert hann hæfan?
Sú spurning hvort ráðherra sé "hæfur" til að gegna embætti sínu hefur aldrei verið borin upp á Íslandi til þessa. Það hefur varla mátt nefna orðið "vanhæfur" og ef þú ætlar að fara að halda einhverju hæfnistali til streitu þá er íslensk stjórnmálaumræða komin inn í alveg nýjar víddir.
Já, en er það ekki einmitt það sem þarf? Það væri óneitanlega hressandi að fá hæft fólk til að stjórna svona til tilbreytingar.
Við erum nú með Landsstjóra frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem gætir að okkar fólki.
Að peningaleg ráðdeild sé í hávegum. það er tilbreyting í því fá óreiðumönnunum hans Davíðs Seðla.
Getur einhver útskýrt fyrir Landstjóra vorum hvernig kaupin ganga fyrir sig á Eyrinni hér?
Ættfræðingur kannski?
Guðlaug
Ég held að þú hafir rétt fyrir þér með Þórunni, en ég tek undir með Eyvindi.
Ég hef ekki séð nein merki um embættisverk Björgvins síðan hrunið hófst. Eins og Eyvindur bendir á hafa allir fengið að starfa óáreittir við að fela eigin skít.
Hann vissi ekki af neinu fyrir hrunið, því allir aðrir "héldu frá honum upplýsingum".
Kallast þetta ekki stórfelld vanræksla í starfi?
Hvað hefur hann eiginlega gert "rétt" síðan hann tók við embætti?
Flestir aðrir ráðherrar hafa þó a.m.k. eina færslu í plúsdálknum.
Ferlegt ef alvöru manneskja eins og Þórunn verður slegin af í bíttum fyrir annan hvorn bjálfann sem þú nefndir.
Það er alveg á hreinu að Þórunn ber ekki ábyrgð á því að landið er í djúpum skít. Hins vegar ber Björgvin mikla ábyrgð. Hans málaflokkur fór í þrot. Björgvin gerði ekkert til að forða því. Annaðhvort vissi hann ekki hvert stefndi eða hann viss og gerði ekki nóg. Hans hlutverk var að vita og gera eitthvað í því. Krefjast úrbóta af ríkisstjórinni, krefjast úrbóta af fjármálaeftirliti, skaffa fjármálaeftirliti völd, heimta aðgerðir seðlabanka, heimta aðgerðir af efnahagsráðherra. Hann gerði ekkert nema halda einhverjar ræður. Ef Samfó horfist ekki í augu við þetta og aðgerðaleysi Ingibjargar Sólrúnar er Samfylkingin siðferðilega dauð.
Neisti.
Skrifa ummæli