sunnudagur, 21. desember 2008

Tvísýn jól - spennandi barátta góðs og ills

Nú verður æsispennandi að sjá hvort boðskapur og andi jólanna ná raunverulega að smjúga inn í sálir og hjörtu mannanna á þeirri hátíð sem nú fer í hönd; hvort hér sprettur eins og af sjálfu sér upp nýtt þjóðfélag byggt á ævafornum gildum um samábyrgð og samstöðu


Eða hvort þetta tal um ást, náungakærleika, heiðarleika og ábyrgð fellur eins og vatn á gæs, ellegar brúnku-tan á fölan verðbréfadreng á köldum vordegi; hvort menn hrista þetta af sér og fleygja boðskapnum út með umbúðapappírnum utan af jólagjöfunum.

Spennandi að sjá hvort þessi ævaforni leikur skilar einhverjum árangri.


1 ummæli:

Þráinn sagði...

Trúir kannski enginn lengur nema ég á átök ills og góðs?