sunnudagur, 14. desember 2008

Ef...

Ef framsóknarmenn bæru gæfu til þess að hlusta á það sem Eygló Harðardóttir hefur að segja um samvinnu og samvinnuhugsjónina gæti verið að flokknum yrði hleypt úr skammarkróknum sem þjóðin hefur sett hann í.


Og ef framsóknarmenn hefðu bein í nefinu myndu þeir biðja Eygló að gefa kost á sér í formannskjöri og leyfa öllum litlu formannsframagosunum að sitja hjá og læra af henni um stund.

Ef... Þá gæti framsókn átt sér viðreisnar von.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við pældum einmitt í því hér heima hvort Framsókn ætti nokkra von. Það er búið að hlægja svo lengi að flokknum sem auðmenn notuðu sem dyramottu frammi fyrir alþjóð og skömmuðust sín ekki baun.
Er ekki betra að stofna nýtt? Og ferskt? Með óspjölluðu fólki?

Nafnlaus sagði...

Frekar glært sem frá henni kom í Silfrinu. Studdi hún ekki Halldór Ásgríms og Davíðs af fullri einurð á sínum tíma?

Nafnlaus sagði...

Æi, eigum við nokkuð að vera að ergja okkur á dauðum hröfnum?

Nafnlaus sagði...

Ég held að samvinnuhugsjónin sé það eina sem Framsókn hafi að byggja sig upp á en þá verða þeir að byrja á því að byggja upp samvinnuhreyfingu um allt land. Það er ekki hægt að byrja slíkt á þingi.

Héðinn Björnsson

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér Þráinn.

Nafnlaus sagði...

Ef auðmennirnir sem eiga Framsókn og hafa mótað öll mál að sinni gullkistu- eru nú orðnur blankir og auralausir- þá á hinn aumi kjósandi nokkra von um betra líf...í siðbættum heimi.