fimmtudagur, 11. desember 2008

V.R. og LIVE blóðsugurnar

Mér reikningsgleggri menn  hafa áhyggjur af því að tap Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi verið ennþá hrikalegra en 14%  - heldur rúm 19%!

Það er rétt að halda því til haga að heiðursmaðurinn Gunnar Páll Pálsson situr enn sem formaður VR þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skuldauppgjöf Kaupþingsgæðinga. Mánaðarlaun hans eru um 1700 þúsund krónur. 
Spurning er hversu lengi þessi maður á að vera blettur á verkalýðshreifingunni almennt séð og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur sérstaklega.
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs VR heitir Þorgeir Eyjólfsson. Mánaðarlaun 2,5 milljónir. 
Spurning hvort ekki sé kominn tími til að þeir svarabræður Gunnar Páll og Þorgeir finni sér önnur störf á öðrum launatöxtum, til dæmis VR-töxtum.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í Silfri Egils 30. nóv. s.l. var þetta til umræðu og varð Ragnari Þór Ingólfssyni tíðrætt um þennan LIVE sjóð og bar heiti hans fram "læf".
Hingað til hafa Íslendingar látið sér nægja að bera finnsku og kínversku og allt þar á milli fram að enskum hætti, en nú eru þeir sem sagt farnir að bera íslensku fram sem enska væri!

Nafnlaus sagði...

Þetta eru svaklegar tölur, 19 prósent!? Og að hugsa sér að saman hafa þessir tveir menn 50 milljónir á ári í laun frá VR...50 milljónir! N.B. Það er 1/20 af milljarði, Nú tölum við Íslendingar nefnilega í milljörðum af því við skuldum í milljörðum. Ætli ábyrgð sé eitthvað sem fylgir með í slíkum launasamningum?

Nafnlaus sagði...

Mér þætti fróðlegt að sjá þessa kappa framfleyta sér á mínum launum, VR taxta.

Nafnlaus sagði...

Þorgeir ku hafa verið með hressari mönnum í veiðihúsum landsins enda oft boðið.

Nafnlaus sagði...

www.heimilin.is

Nafnlaus sagði...

Það er ekki beint það auðveldasta í heimi að koma þessum mönnum frá völdum. Reglunar eru flóknar og þeim í hag að virðist.

Þráinn sagði...

Þetta er alveg rétt hjá þér, Ágúst, en hvort landið verður byggilegt í framtíðinni byggist á því að okkur lánist að losna við mengun frá svona mannsorpi.

Nafnlaus sagði...

það er rétt þess vegna verðum við öll að reyna það sem við getum.
Ég er á minn hátt að reyna og Ragnar á sinn hátt og vonandi margir fleiri að gera sitt.

Ragnar Þór Ingólfsson sagði...

Verð aðeins að leiðrétta þig þráinn. Í gein minni sem þú vísar í "talnagleggri menn" þá tók ég eingöngu hlutabréfaeign VR sem gerir heildartapið að rúmum 19%. Sem þýðir að nánast allt hlutafé sjóðsins er horfið enda eingöngu fjárfest í fjármálafyrirtækjum sem gáfu völd út í atvinnulífið. Heildartapið þegar erlendar eignir og skuldabréf eru tekin með í reikningin er því að LÁGMARKI 30-40% af heildar eignum. 80-110 Milljarðar. Bara hjá LV. Svo ætla þessir menn að lækka launin sín um 10% sem er hrein móðgun við almenning. Hugtök eins og réttlæti,siðferði og almenn skynsemi eiga ekki við þarna, enda spyr ég sjálfan mig stundum að því sér í lagi eftir að ríkið gaf þessum sömu mönnum óútfyllta ávísun á fjárfestingar í gjörspilltu atvinnulífi, Hvað er þetta lið að Reykja !! Þetta lið er gjörsamlega í öðrum heimi..

Þráinn sagði...

Takk fyrir þetta Ragnar. Ég þarf líka að leiðrétta sjálfan mig, því að ég var að kíkja á séreign mína í Lífeyrissjóði VR. Hún hefur ekki lækkað um 19,1% heldur 25,6%.
Gunnar Páll Pálsson formaður VR og Þorgeir Eyjólfsson forstjóri lífeyrissjóðsins þiggja á ári um 50 milljónir króna fyrir sín góðu störf!

Nafnlaus sagði...

Sko minn seinþroska samborgari í 101.

Þú ert jafnvel enn seinþroskaðri en ég.

Ég fattaði það nefnilega núna í haust, að kauptaxtar í bankaheiminum og meðal Víxlara, sem afmælisbarnið, -í hvest afmæli við erum að undirbúa komu okkar nú á aðventu, talaði um. Gilda algerlega klárlega pottétt lögmál.

Sá sem getur gert mestan óskunda, fær hæst laun og launatengda bónusa.

Siggi Einars, Ólafur í Samskip, Sigurjón Digri í Landsanum, Hvítþvegna Birna hin lánlausa, Bjarni burtflogni og hvað þeir allir heita, eru á launaum, startgjaldi Weldings, lokagreiðslum og annarskonar lánategndum prívat greiðslum (sem koma Skattinum ekkert við, ó öðruvísi sé með lúsarlaunin hennar Litlu Gunnu og karls hennar hans Litla Jóns.

Segi eins og unglingarnir með bólurnar

Grow up man.

Með ljúfri kveðju og þökk fyrir birtinguna

Nafnlausi Bjarni
nefndur Miðbæjaríhald