þriðjudagur, 16. desember 2008

Siðsamleg sigling Lúðvíks

Svo virðist sem umtöluð sjóferð Lúðvíks með Thee Viking á sínum tíma hafi átt sér stað þegar mellurnar og bankastjórarnir voru á frívakt og karlkyns hásetar sigldu bátnum í nýtt bátalægi. Má því telja að greiðaskuld Lúðvíks við Baug hafi verið innan siðsamlegra marka.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og trúum við því, Þráinn? Ekki ég, svo mikið er víst - og ég efast um að þínar gráu sellur heimili slíkan hvítþvott.

Nafnlaus sagði...

Æ, Þráinn

Er þetta það sem þú hefur til málanna að leggja?

Lúðvík hefur greint frá því að hann hafi heimsótt vin sinn sem var í framhaldsnámi í lögfræði í Flórída.

Þessi vinur hans hafi (því miður) kynnt hann fyrir öðrum íslendingi (Jóni Gerald) sem starfað þarna á svæðinu.

Þetta gera flestir íslendingar erlendis, leita uppi aðra íslendinga og kynna sér hvað þeir eru að gera.

Þú ert að reyna tengja þessa atburðarrás Baugsliðinu?

Hvað gengur þér til?

Heldur þú að allir þeir íslendingar sem heimsóttu eða urðu á vegi aumingja vikastrákinn Jón Geralds í Ameríku hafi verið hluti af auðvaldinu?

Þú ert farin að skrifa eins og Iðnaðarráðherrann okkar, Össur, nema þú átt að heita edrú.

Taktu þér tak og hættu þessum populisma og skrifaðu um eitthvað sem á sér raunverulega stað....af nægu slíku er að taka.

Gangi þér vel

Þráinn sagði...

Kæri nafnlaus II. Þú hlýtur að vera bókmenntafræðingur, því að þér hefur tekist að lesa meira úr örstuttum texta en nokkurn rithöfund hefði órað fyrir að hann gæti innihaldið. Og svo ertu líka paranojd og árásargjarn.
Gangi þér sömuleiðis allt í haginn.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Hvað hét lögfræði-vinurinn? Kannski á eftir að koma í ljós að þarna voru teiknaðar hugmyndirnar að fasteignafélögunum sem byggðu mörg stórhýsi í Borgartúninu?

Nafnlaus sagði...

Þetta er að vísu ekki sögusagnir Þráins sjálfs heldur það sem Jón Gerald sagði sjálfur í Silfri Egils. Þetta var eini þingmaðurinn sem hann gat nefnt sem hafði siglt á þessu Víkingnum þó svo Jón hafi ekki viljað tengja hann Baugsliðinu. Bara svo fólk kynni sér málin áður en það drepur sendiboðann.

Lúðvík má segja að hafi eyðilagt stjórnmálaferil sinn í Kastljósinu áður en Jón Gerald sagði orð þegar hann varði KPMG og rannsókn þeirra á eigin bókhaldi. Helgi Seljan tók það fyrir og talaði við Atla Gíslason og Lúðvík :-)

Með kveðju,
Eva

Nafnlaus sagði...

Vitkeysa er þetta.

Þráinn er bara að endursegja í örfáum orðum það sem Jón þessi Gerald sagði sjálfur.

Þið þurfið að kynna ykkur stílbrögð.

Eitt þeirra heitir íronía.

Öðru nafni kaldhæðni.

Nafnlaus sagði...

Thee Lúð-Viking ?