Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi verið reiðubúið að heimila yfirfærslu Icesave-reikninga Landsbankans í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu.
Þetta var svar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur sem spurði Geir líka hvort embættismenn eða ráðgjafar ráðherra hafi haft vitneskju um málið.
„Ekki svo ráðherra hafi verið kunnugt," svaraði Geir.
Nú fer fram örvæntingarfull leit að “litla hálfvitanum” sem klúðraði þessu kostaboði. Spurning hvort bréfið með tilboðinu hafi fyrir misskilning lent hjá íslensku jólasveinunum en ekki þeim í ríkisstjórninni.
1 ummæli:
Var ekki í verkahring Björgvins að vita af þessu?
Ef hann vissi af því og gerði ekki neitt er það næg ástæða til afsagnar.
Ef hann vissi ekki af því er það næg ástæða til afsagnar.
Eða hvað?
Skrifa ummæli