miðvikudagur, 17. desember 2008

Ný nöfn, nýir bankar, ný einkavæðing

Enginn var fegnari en ég þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Hvernig staðið var að því að velja kaupendur er svo önnur saga. Ég hélt að með einkavæðingunni myndu þessar þjónustustofnanir í eigu landsmanna breytast í nútímafyrirtæki úr þeim köstulum stéttaskiptingar, pólitískrar mismununar, mútugreiðslna og annarra forneskjulegra sjúkdóma sem þjökuðu gömlu ríkisbankana.


Ég sting upp á því að næst þegar hugað verður að einkavæðingu banka verði annaðhvort valdir úr þjóðskrá þrír valinkunnir sómamenn/konur og þeim gefnir bankarnir (án listasafna) og falið að reka þá sem þjónustustofnanir við þjóðina - að viðlögðu 16 ára fangelsi. Önnur einkavæðingarlausn væri sú að gera banka með sömu skuldbindingum að lottó vinningi þrjár vikur í röð, en þannig kæmu inn einhverjir peningar. Þriðja leiðin gæti svo verið að senda hverju mannbarni í ríkinu eitt hlutabréf sem viðkomandi mannsbarn gæti svo braskað með eftir aðstæðum og innræti sínu.

Reynslan hefur leitt í ljós að handvaldir kaupendur reynast ekki vel. Notum aðrar aðferðir næst. En áður en bankarnir vera einkavæddir á ný þyrfti að velja þeim öflugri nafngiftir en nú tíðkast: Nýji Glitnir, Nýji Landsbanki og Nýja Kaupþing eru ekki beinlínis sögufræg nöfn úr fortíðinni eins og t.d. Fenrisúlfur Banki, Naglfari Banki og Miðgarðsormur Banki.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað um Loki Banki?

Unknown sagði...

Hvað með að ríkið haldi um 40% eftir og að samvinnufélög verði stofnuð um hin 60%?