Í dag, 21. desember er stysti dagur ársins, nóttin er lengst og birtu nýtur skemmst.
Vetrarsólstöður voru nú í hádeginu, nákvæmlega klukkan 12:04.
Hér eftir tekur daginn því að lengja. Á morgun, 22. desember, verður dagurinn 50 sekúndum lengri.
Ekki er ljóst hver tekur þessar ákvarðanir né í hvers umboði og eigum við þó að heita sjálfstæð þjóð.
4 ummæli:
Hmmm... Einmitt. ESB er trúlega almættisígildi - og réttsýnt og algott eftir því.
Ég hélt að ESB væri stillt eftir sólargangi en ekki öfugt? Hvar fékkstu út að ESB væri almættisígildi?
Eða var þetta bara bókmenntafræðilegt krukk í textann minn?
Í venjulegu árferði fer fólk að hlakka til þess að dagurinn lengist. Nú er ekkert nema kvíði framundan. Vangavelturnar eru: hvenær á ég að hætta að borga af lánunum? Um áramót eða á ég að bíða til 1.febrúar?
Assgotans væl er þetta. Hertu upp hugann. Mannkynssagan er full með fólk sem hætti að borga af lánum og lifði bæði vel og lengi.
Skrifa ummæli