mánudagur, 15. desember 2008

Ragnar og Þorvald í ráðherraembætti

Ef það stendur til að reyna að gera andlitslyftingu á ríkisstjórninni væri tilvalið að taka valinkunna fagmenn inn í fjármálaráðuneyti (Þorvaldur Gylfason) og dómsmálaráðuneyti (Ragnar Aðalsteinsson); flokkarnir gætu svo notað viðskipta- og umhverfisráðuneyti til að svala metnaði ungs alþingisfólks á uppleið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Umhverfisráðuneytið má svo sannarlega ekki vera nein skiptimynt í hráskinnaleik stjórnarflokkanna.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur staðið þar sína vakt með sóma, sem er meira en hægt er að segja um flesta hina ráðherrana.