Nú þarf að nota kyrrð og næði þeirra hátíðisdaga sem í hönd fara og sameina Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Sjallarnir hafa séð að sér í ESB-málinu og Samfylkingin í öllum hinum málunum, svo að nú ætti ekki að vera neitt sem torveldar sameiningu þessara samhentu flokka. Hinn nýi stjórnmálarisi gæti heitið Sjálfstæðisfylking eftir sameininguna eða Samstæðisflokkur. Eftir útrásarárin hefur þjóðin öðlast mikla reynslu af sameiningu fyrirtækja og samlegðaráhrifum.
Sorpflokkun og sorphirða ku ganga einstaklega vel eftir hrunið, engin mengandi skjöl hafa lekið út í þjóðfélagið. Skuldauppgjöf er í anda jólanna og lækkun bankastjóralauna úr 1950 þúsundum á mánuði í 1500 hundruð þúsund er mesta jafnréttis- og jöfnunaraðgerð í þjóðfélaginu síðan systurflokkarnir ákváðu að draga ofurlítið úr lífeyrisforréttindum yfirstéttarinnar.
Nú þarf aðeins að fjölga ofurlítið meira í löggunni og búa hana betri tækjum til að geta án eigin áhættu massað mótmælaskríl, og efla varnarmálastofnun og fjölga sendiherrum verulega til dæmis með því að loka geðdeildum víðar en á Akureyri.
6 ummæli:
Góð plön og í anda jólanna.
Það að skrifa svona grein kl. 8 á jóladagsmorgni ber ekki vott um að höfundur sé afslappaður að jólamorgni!
Vonandi nær jólandinn yfirtökunum.
Til nafnleysingjans:
Uss þú þarft ekki að gera þér grillur mín vegna. Ég er alveg þrælafslappaður, þakka þér fyrir, og gleðst yfir fæðingu mesta uppreisnarmanns allra tíma; það getur maður gert án þess að heili og hönd lamist af steikardoða.
Hversu margir finna hjá sér hvöt til að skrifa kjánaleg geðillsku komment í skjóli nafnleyndar vekur mann til umhugsunar um hvort ástæða sé til að birta þau. Þeir sem skrifa undir nafni eru að sama skapi meira velkomnir!
´Gleðileg jól vinur
Þórir
eru þessi skrif undirbúningur fyrir fund með össuri (landráðamanni)
kveðja Tryggvi Sigfússon
Blessaður Tryggvi.
Svarið er nei. Ég fer lítið á fundi með Össuri og reyndar lítið á fundi yfirleitt, svo að þessi skrif eru bara niðurskrifaðar hugsanir til að raska hugarró þeirra sem hvíla í ógnarjafnvægi sjálfsánægjunnar.
Skrifa ummæli