"Allt í einu sneri herpresturinn sér að Svejk og sagði: - Kæri vinur, gefðu mér löðrung.
- Einn eða fleiri? spurði Svejk.
- Tvo.
- Gerðu svo vel.
Herpresturinn taldi upphátt löðrungana sem hann fékk, og hann var hamingjusamur á svipinn.
- Þetta er hressandi, sagði hann. - Þetta er ágætt fyrir meltinguna. Gefðu mér einn á snúðinn ennþá.
- Hjartans þakkir, sagði hann þegar Svejk hafði afgreitt hann. - Nú líður mér vel."
Úr "Góða dátanum Svejk" eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls Ísfelds. Tileinkað Ara Edwaldi forstjóra 365 sem segir á visir.is:
"Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annars vegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á... Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum."
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
MEÐ SÖMU SÓTRÖFTUM OG ÞAÐ SÍÐASTA...
1 ummæli:
Sæll Þráinn.
Í dag hitti ég fyrir vin þinn frá námsárum þínum í Aix en Provence í tyrknesku gufubaði á Manhattan í New York. Maðurinn býr í Mexíkó en er sænskur. Ég gleymdi að spurja hann að nafni en hann sagðist hafa reynt að ná af þér fyrir e-u síðan en ekki getað haft upp á þér vegna leyninúmers í símaskránni ef ég skildi hann rétt.
Þetta var skondið atvik og datt í hug að koma þessu til skila til þín.
Kveðja,
Birgir Haraldsson
bharalds@gmail.com
Skrifa ummæli