fimmtudagur, 11. desember 2008

Ástæða fyrir afskiptaleysi af glæpum og klúðri

Eitt undarlegasta lögmál sem sálfræðingar hafa fundið er sú staðreynd að því fleiri vitni sem eru að glæp þeim mun minni líkur eru á því að einhver skipti sér af framferði glæpamannsins eða glæponanna.

Stundum fer þó kurr um áhorfendahóp ef glæpurinn er sérlega klaufalegur, saman ber kurr þjóðarinnar og loks inngrip hins hugumstóra forseta vors í fjölmiðlafrumvarp Geðvillingsins.
Sá glæpur virkar þó í dag eins og lélegur brandari miðað við þá spillingarsúpu sem verið að sjóða handa þjóðinni í öllum eldstæðum fjármála- og framkvæmdavalds.
Helst gæti það orðið Íslendingum til huggunar að forstjóri samráðsfyrirtækisins Shell (afsakið ESSO) sem nú kallast N1 ætlar að fórna sér fyrir þjóðina og gerast ráðherra - að höfðu samráði við Valhöll að sjálfsögðu.
Ástæðan fyrir því hversu fáir sýna því áhuga að grípa inn í þá skipulögðu starfsemi glæpsamlegrar vanhæfni sem hér fer fram er sú að manni fallast hendur við það eitt að líta í kringum sig og sjá ekkert nema glæpi eða klúður í öllum áttum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

N1 - Shell?

Nafnlaus sagði...

Fjölmiðlafrumvarpið!?
Erfitt fyrir suma að kyngja því nú að við stæðum öðruvísi og betur ef það hefði farið í gegn.
Aumingja Fréttablaðið er í dag að reyna með forsíðufyrirsögn og grein neðst á bls.2 að endurtaka leikinn og ganga erinda stórþjófanna, en nú sjá allir í gegnum það.

Nafnlaus sagði...

Esso varð N1.