Í dag vona ég
1. að mér auðnist að finna jólagjöf handa konunni minni.
2. að mér takist að fá gert við rúðupissið á bílnum.
3. að ég verði ekki tekinn fyrir stöðumælabrot
4. að ég týni ekki listanum yfir það sem ég þarf að gera.
5. að mér takist að láta afgreiða mig í bankanum mínum, Kaupþingi, án þess að fá krampakast af innibyrgðri reiði.
6. að enginn spyrji hvers vegna ég hafi hætt á Fréttablaðinu (ég var rekinn).
7. að bókin mín ÉG EF MIG SKYLDI KALLA sé á besta stað í öllum bókabúðum og seljist eins og heitar lummur.
8. að mér takist að ljúka við allt sem ég þarf að klára fyrir klukkan fjögur svo
9. ég geti fengið mér smárökkurblund þegar ég kem heim úr útréttingum.
10. að mér þyki þetta allt saman skemmtilegt.
5 ummæli:
Megi óskir þínar rætast. Gleðileg Jól!
Varstu rekinn já?
Eins og þú veist þá er það yfirleitt þannig í fótboltanum að ef lið selja sína bestu menn eða segja upp samningum þeirra þá enda þau í fallbaráttu eða að gengi þeirra versnar. Ef satt er sem þú segir að FBL hafi rekið þig þá á það lið, samkvæmt myndlíkingunni, helst skilið að spila í utandeildinni.
Nú hef ég líka enga ástæðu til að sakna þess þó blaðið sé ekki borið heim til mín.
Sæll Þráinn mikið vona að allar þínar óskir rætist. Ég er lengi búinn að pæla í því hvað orðið hafi af þér og skal fúslega viðurkenna að bakþankar þínir voru alltaf besta lesningin í Fréttablaðinu og síðan dagbókin að sjálfsögðu. Þú, Guðmundur Andri, Þorvaldur Gylfa og nokkrir aðrir eðlilegir menn hafa verið þeir einu sem skrifað hafa eitthvað af viti í þetta blessaða blað á undnförnum árum. Það hlýtur að styttast í að þeir verði látnir fara líka ekki má nú segja neitt ljótt um blessuð ofurmennin okkar og alls ekki sannleikann. Ég endurtek óskir mínar um að þér og þínum gangi allt í haginn og haltu áfram að skrifa, þjóðin þarf á mönnum eins og þér að halda og aldrei eins mikið og nú. Kær kveðja Páll Valur
Já, svona er þetta nú, Egill minn. Er blaðið ekki borið heim til þín heldur? Ég hélt þeir væru bara að spara útgjöld með því að bera það ekki til mín.
Í dag vona ég ...
að við hættum að vona svona mikið, Þráinn.
Of margar vonir ala af sér ótta um að þær rætist ekki.
Skrifa ummæli