föstudagur, 16. janúar 2009

Allsherjarverkfall á þriðjudag!

Allsherjarverkfall hefur verið boðað milli kl. 12 og 15 nk. þriðjudag, 20. jan. og þögul mótmælastaða á Austurvelli á sama tíma og setning Alþingis fer fram. 


Þjóðin, skríllinn, kommúnistadrullusokkar og fleiri áhyggjufullir hópar vilja með þessu sýna samstöðu í verki og vekja athygli Alþingis á því að tímabært er orðið að grípa til aðgerða gegn atvinnuleysi, gjaldþroti heimila og fleiri óhugnanlegum hlutum sem eru gerast utan veggja þinghússins.

Allsherjarverkfall þýðir að allir - ALLIR - leggi niður vinnu sína í þrjár klukkustundir.

3 ummæli:

Skorrdal sagði...

Mikið vona ég að það verði "allir", en á ekki von á því að slík samstaða náist - því miður.

(Skondið, að Staðfestingarorð þessarar athugasemdar er "guano")

Unknown sagði...

Ég átta mig ekki á því af hverju við eigum að vera þögul. Ég hefði frekar kosið að við létum heyra í okkur og það hátt

Nafnlaus sagði...

Friðsamlega mótmæli geta vel virkað ef að við erum nógu mörg
Hvað mæta margir til að horfa á flugeldasýningu eða til að drekka brennivín á menningarnótt??? 40 -50 þúsund manns. En nú þegar framtíð okkar og barna og barnabarna er að veði þá telst það árangur ef að 3000 manns mæta! Eruð þið að sjá hvað þetta er grátlegt.
Hvað haldið þið að okkur takist að gera ef að þó ekki mæti nema helmingurinn af þessu fólki. 20-25 þúsund manns!
Mætum öll núna á þriðjudag og meinum þeim inngöngu á Alþingi okkar íslendinga. Ráðamenn eru ekki að fara að yfirgefa kjötkatlana að sjálfsdáðum. Til þess eru of margir vinir enn sem eftir á að fita af jötunni. Ef að við mætum, krækjum örmum saman og sláum skjaldborg um alþingi okkar , hver veit þá hvað okkur mun takast. Ekki tel ég líklegt að Lögguherinn hans Björns Patton Bjarnasonar eigi nóg af gasi til að koma okkur öllum í burtu. Og löggan er örugglega ekki með fjárveitingu fyrir allri þeirri yfirvinnu sem að þyrfti að vinna til að mynda og yfirheyra okkur öll.
Þetta er hægt ef að við sameinumst öll. Hvar eruð þið Háskólafólk ......hvar eruð þið fánaberar verkamann með alla ykkar félagsmenn....hvar eruð þið sem eruð orðin atvinnulaus....hvar eruð þið menntaskólanemar.....hver ertu lista og skálda elíta með allar ykkar frjóu hugmyndir .....hvar ertu íslendingur sem búinn ert að fá nóg.........?
Ef að þetta tekst ekki þá eigum við allt það sem búið er að gerast , allt það sem er að gerast , allt það sem gerist ekki og allt það sem mun gerast SKILIÐ.......................kæri meðborgari .....fyrir þessu erum við þó ábyrg.
Eða eins og stendur í svo ófáum gluggbréfum sem að eru að berast inn til okkar frá innheimtufyrirtækjum þessa dagana „EKKI GERA EKKI NEITT“.