mánudagur, 19. janúar 2009

Að axla skinn

Nú hafa Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir axlað sín skinn og munu ekki gegna forystuhlutverkum við uppbyggingu eftir hrun sem að hluta til er á þeirra ábyrgð. Nú er röðin komin að parinu sem var á vaktinni þegar hrunið varð, þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Geir H. Haarde.


Þessari nauðsynlegu skinnaöxlun má koma á framfæri á fjöldafundi á Austurvelli á morgun þegar Alþingi kemur saman eftir náðuga daga í jólafríi. 

Nú er tími til kominn að þjóðin hætti að sýna sama geðleysið og hinir umboðslausu "foringjar".

Engin ummæli: