fimmtudagur, 29. janúar 2009

Seðlabankinn hittir ömmu sína

Það kemur að hin hörðustu hjörtu mýkjast. 


Nú við síðustu vaxtaákvörðun vildi Seðlabankaþrenningin snúa frá villu síns vegar og lækka vexti. En þar hitti Seðlabankinn ömmu sína í mynd AGS sem tók aungva lækkun í mál fyrr en einhver glóra væri komið í pólitískt ástand á landinu (les: búið að sparka Seðlabankaþrenningunni).


Seðlabankinn er nú ekki samt ekki mjög langt frá því verðbólgumarkmiði sem hann hefur reynt að nálgast árum saman. Markmiðið er 2,5-3,5% verðbólga en verðbólgan núna er um 20% svo að aðeins skeikar fáeinum prósentum eftir margra ára þrotlaust og fórnfúst starf.


Á afrekaskrá Seðlabankans má einnig nefna að raungengi krónunnar er mjög lágt - og langt undir sögulegu meðaltali. Um eignastöðu bankans er ekki ástæða til að fjölyrða.


Enginn seðlabanki í heiminum mun hafa náð þeim árangri að fara á hausinn, en íslenski bankinn er talinn eiga góða möguleika á að slá það heimsmet fyrstur allra, ef núverandi stjórn bankans fær tóm til að ráða ráðum sínum og græða á daginn og grilla á kvöldin.

2 ummæli:

Bjarni sagði...

Kæri skrifari.

Helvíti er sú amma ljót, með bogið nef hárga vörtu á nefbrík.

ÞEtta skass var mjög svo lofsungið af Samfó, Hagfræðingum öllum og að ekki sé nú talað um Greiningadeildar Hagfræðingana.

Mér líst nú frekar á AGS eins og Gýg sem sé nánast óseðjandi af góðum börnum, smölum og yfirsetustúlkum, með ljósa lokka og sportsokka.

Þetta hyski Kauphalla Bandarískra er auðvitða galið af Gýjum Græðginnar og Lyginnar.

Ég er svo vitlaus og illa að mér í fínni dráttum umræunnar og hinu og þessu, að ég fæ ekki skilið, hvað fjölmiðlungar og sjálfskipaðir riddarar réttlætisisn eru fljótir að Stein-gleyma nánast öllu sem sagt hefur verið og gert hefur verið bara fyrir stuttu.

Ekki orð frá fjölmiðlungum og riddurunum, líkt og þar fari bræður úr leynireglu, sem byggir á algerri þagmælsku um hvað sagt var af Fræðingum og spekingum öðrum.

Þrautarvarar lán, hvar eru þau fyrir fátæka Íra og nú Dani, Breta, Skota, Portugali, Spánverja og svoleiðis.

Semsagt allt bull og lygi um eitthvað sem notað var til að afvegaleiða og blekkja.

Skamm skamm þið varðmenn sannleikans.

Nafnlausi Bjarni
mibbó

Unknown sagði...

Er þetta ekki einhver pólitísk flétta hjá Embættismanninum, hann gat vitað fyrir hvert svar AGS yrði, en nú getur hann þóst vera allur af vilja gerður til að lækka vexti, en geti það ekki vegna vinstri glundroðans sem fólk er að "kalla yfir sig"...??